Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið Smáfólk TMI5 15 HOU) UJE FINP UJATER IN THE 6R0UNP.. U)E CALL IT "POW5ING" 5EETHE 5TICK? IT'S M0VIN6! IT'S P0INTIN6. RIGHTTO UJ00P5T0CK1 PRINKIN6 FROM HI5 CANTEEN, Svona förum við að því að finna vatn í jörðu, það heitir „spákvistur". Sjáðu sprotann. Hann hreyfist, hann bendir. Beint á Bíbí að drekka úr bnisanum sínum. Frá Guðmundi Jóhannssyni: SVO hljóðar gamalt máltæki sem mér datt í hug þegar ég heyrði og sá fréttir af afmælisveislu iðnaðarráð- herra og síðustu fréttir af því fyrir- bæri, að hún ætlaði sjálf að standa straum af sínu eigin afmæli. Mér varð hugsað til ummæla þessa sama ráðherra (að vísu var hún bara þing- maður þá) er hún fullyrti að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið sinn hluta af góðærinu. Getur verið að hún hafí talið sig hlunnfarna af góðærinu og ætlað að leiðrétta hlut sinn með þessum hætti? Annars er það íhug- unarefni, þótt það sé í raun vonlaust, að setja sig í þankagang ráðamanna þjóðarinnar, sem misnota vald sitt við að láta ríkið borga hluta af af- mæli sínu. Þetta er að vísu fram- hjáhlaup frá því sem ætlunin var með þessum línum, en það var að lýsa ánægju minni með að Félag eldri borgara í Reykjavík stefnir að því að sækja rétt félaga sinna á hinni umdeildu skattlagningu lífeyris- sjóðsgreiðslna til dómstóla fyrst al- menn rök duga ekki á stjómvöld, sem eru alveg skotheld fyrir öllum rökum og réttiæti, samanber yfir- lýsingar fjármálaráðherra í Morg- unblaðinu 16. og 18. febrúar þar sem hann reynir að telja lífeyrisþegum trú um að núverandi kerfi sé það besta sem þeir eiga völ á. Er ég las þessar yfirlýsingar ráðherrans vor- kenndi ég sjálfum mér fyrir hvað ég væri tregur að skilja ekki rök. Eg vil trúa því að dómstólar séu almennt með þeim hætti að réttlætið sigri. En að sjálfsögðu eru dómar þess eðl- is að sjaldnast verða allir ánægðir með niðurstöður þeirra. Er þar skemmst að minnast „Stóra-dóms“ varðandi kvótamálin, þar varð marg- ur maður fyrir vonbrigðum og ekki hvað síst þeir sem hafa verið búnir að gera sér vonir um tíu mánaða veru á Kanaríeyjum samkv. spá for- sætisráðherra, og að sjálfsögðu með hann í farar- broddi, ef dómur- inn hefði gengið í öndverða átt við það sem varð. Miðvikudaginn 15. mars gerði ég mér ferð á þing- palla til að hlusta á utandagskrárum- ræðu um kjaramál aldraðra og ör- yrkja. Fátt eitt kom fram í þessum umræðum, nema hvað ég fékk frek- ari staðfestingu á afstöðu stjórn- valda um að sitja við sinn keip og leiðrétta ekki það sem umræddir hópar hafa gegnum tíðina verið hlunnfærðir um. Mér fannst dálítið skondið að heyra rök forsætisráðherra um þessi mál sem ég hef raunar heyrt nokkrum sinnum áður (keimur af orðasennu götustráka) þar sem hon- um er tamt að minna á kaupmáttar- hrun þessara aðila, fyrir nokkrum árum. Ég spyr; átti forsætisráð- herra nokkurn þátt í þessari skerð- ingu? Og hvers vegna var hún gerð? Svo er hin hliðin á málinu, að það hefur löngum þótt dyggð að greiða skuld sína þegar efni standa til. í seinni tíð hefur mikið verið gumað af góðæri og velmegun og skal það ekki dregið í efa, en henni hefur ver- ið ansi misskipt meðal þegnanna og með þetta góðæri í huga ætti að vera metnaður stjómvalda að greiða skuld sína við þessa láglaunahópa. Varla þarf að ætla að ráðherrann dragi dul á, samkvæmt sínum eigin ræðum, að þessir hópar hafi verið hýrudregnir. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að hér er um ógreidda skuld að ræða. Ég sleppi hér öllum prósentutölum, en þær liggja fyrir þegar þurfa þykir. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunaþegi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Uinalína ®. 1 Rauða krossins - Úkeypis símaþjónusta þegar þár er vandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða við einhvern í trúnaði? ~~ Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kvöld AUGLYSINGADEILD V/D mbl.is \usrAf= errrnvAo Sími: 569 1111, Bréfsimi: 569 1110 Netfang: augl@mhl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.