Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 75
morgunblaðið MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 75 BREF TIL BLAÐSINS Flug Gullfaxa - var ekki skip- stjóri á Gullfossi Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: VINUR minn Arngrímur Jóhanns- son flugstjóri, stofnandi og stjórnar- formaður flugfélagsins Atlanta, flaug nýlega risaþotu félagsins til Suður-Afríku, í einum áfanga. í Morgunblaðinu hinn 18. þ.m. segir frá þessu lengsta beina flugi með farþega frá íslandi. Ai-ngrímur get- ur þess í viðtali við blaðamanninn, að þessi sama leið hafi einu sinni áð- ur verið flogin frá íslandi, þ.e. snemma á sjöunda áratugnum og að ég hafi verið við stjórnvöllinn á Gull- fossi í þeirri ferð. An efa hefur þetta skolast til í handriti blaðamannsins þar sem sú ferð var farin snemma á sjötta ára- tugnum og ekki var ég skipstjóri á flaggskipi Eimskipafélags íslands, Gullfossi, sem tæplega hefði komist þessa löngu leið á 4-5 sólarhringum: Umrædd ferð til Suður-Afríku var farin snemma í aprílmánuði árið 1958 og var það fyrsta ferð íslenskr- ar flugvélar suður yfir miðbaug. Þessi ferð tók fimm daga, en tveggja daga töf varð í Kaupmanna- höfn, þar sem áhöfnin var bólusett gegn gulu, en það bóluefni var þá ekki til hér. Við komumst því til Jóhannesar- borgar á fjórða degi frá Kaup- mannahöfn. Flugvélin var Gullfaxi, Skymasterflugvél Flugfélags ís- lands, sem kom til landsins sumarið 1948 og var um árabil farsæll far- kostur. Ekki var Gullfaxi þó fyrsta millilandaflugvél Flugfélagsins, það yar Gamli Pétur, Catalinaflugbátur- inn, sem var fyrsta millilandaflugvél Islendinga og fór 3 ferðir með far- þega til Bretlands og Danmerkur sumarið 1945. Flugbáturinn gat flutt 20 farþega og flogið án við- komu milli Evrópulanda og Islands. Þá var almennt farþegaflug enn ekki hafið í Evrópu, sem var að miklu leyti enn í rústum eftir lok ófriðarins. Snemma árs 1958 var Gullfaxi seldur Afric-Air, gullnámafélagi í Jóhannesarborg, sem var voldugt fyrirtæki og hafði margar Douglas Dakota flugvélar í þjónustu sinni. Gullfaxi var fyrsta fjögurra hreyfla fiugvélin, sem félagið eignaðist og því kom það í hlut okkar Asgeirs Magnússonar flugvélstjóra að þjálfa fyrstu tvær áhafnir félagsins á Skymasterflugvél. Alls vorum við fjórir í áhöfn Gullfaxa, en Aðalbjörn Kristbjarnarson aðstoðarflugmaður og Rafn Sigurvinsson loftskeyta- og siglingafræðingur, sem báðir eru nú látnir, fóru fljótlega aftur heim til Islands. Við Ásgeir dvöldum hjá Afric-Air í tvær vikur við flugæfingar. Til gamans ætla ég að greina hér frá ferð okkar suður eftir endilangri Afríku fyrir 42 árum. Hinn 28. mars flugum við til Kaupmannahafnar og vorum á flugi 7 klst. Hinn 30. mars flugum við til Tripoli í Lýbíu og vor- um 7 klst. og 30 mínútur. Hinn 1. *BRÚÐARGJAFIR *k SÖFNUNARSTELL *GJAFAKORT apríl flugum við í einum áfanga til Livingstone í Rhódesíu, við hina fögru Viktoríufossa og vorum 11 klst. og 55 mínútur á lofti. Hinn 3. apríl lukum við ferðinni og flugum til Rand Airport í nágrenni Jóhann- esarborgar. Sú ferð varði aðeins 3 klst. og 15 mínútur. Þessi ferð var farin á þeim tímum þegar tækni til leiðsögu og fjarskipta yfir Afríku, var á frumstæðu stigi. Við nutum þess að okkur var leyft að fljúga suður yfir gresjur Rhódesíu og víð- ar, niður undir trjátoppum og hjörð- um villtra dýra. Alls tók ferð okkar á gamla Gull- faxa 41 klukkustund á flugi. Ný geystist Arngrímur á risaþotu sinni, með nálega 500 manns innanborðs, á rúmum tólf klukkustundum þessa sömu leið. Við siluðumst áfram og virtum fyrir okkur hjarðir hinna ýmsu dýra á gresjunum, bústaði frumbyggjanna og þurftum einu sinni að þíða meðan fílar gengu í halarófu yfir brautina sem við áttum að lenda á. Ég óska Arngrími og Þóru konu hans til hamingju með glæsta far- kosti og óska þeim öllum velfarnað- ar á flugi yfir lönd og höf. JÓHANNES R. SNORRASON, flugskírteini nr. 5. FRETTIR Rætt um málefni hæfileikaríkra barna JOAN Freeman, enskur prófessor í uppeldissálarfræði, flytur fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofnun- ar Kennaraháskóla Islands fimmtudaginn 4. maí. Fyrirlestur- inn verður í stofu M-201 í aðal- byggingu Kennaraháskólans við Stakkahlíð, hefst klukkan 16.15 og er öllum opinn. Kenningar Joans Freemans, „Freeman’s Sports Approach" hafa víða vakið athygli en sam- kvæmt þeirri kenningu gildir sama lögmálið um afburðaframmistöðu í námi og í íþróttum þar sem keppn- isfólki er sköpuð aðstaða sem hvetur til árangurs. Joan Freeman heldur því fram að stór hluti hæfileikaríkra og af- burðagreindra barna nái ekki þeim árangri í skólastarfi sem efni standa til. Meginástæðan sé sú að skólanum yfirsjáist stór hópur nemenda sem búi yfir af- burða hæfileikum á ýmsum svið- um og veiti þeim ekki námsað- stöðu við hæfi. Afleiðingin sé sú að margir þeirra falli í skuggann og nái aldrei þeim árangri sem skyldi. Joan Freeman hefur skrifað fjölda bóka og greina um þróun námshæfileika og rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum sviðum °g byggir á 25 ára reynslu í starfi. Árið 1998 kom út á vegum menntamálaráðuneytisins í Bret- landi bók hennar: The Edueation of the Very Able: Current Interna- tional Research. Þar er vikið að miðvikudag og fimmtudag 4-1! uvum Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, stöðu þessara mála í dag og greint frá helstu alþjóðlegu rannsóknum sem gerðar hafa verið síðustu ára- tugina. Dr. Freeman hefur flutt fyrir- lestra víða um heim. Hún er dokt- or í sálarfræði frá háskólanum í Manchester og starfar nú sem pró- fessor við háskólann í Middlesex í Englandi. Hópþjálfun Gigtarfé- lagsins hafím HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags ís- lands er byrjuð aftur eftir páskafrí og er öllum velkomið að vera með. I boði eru mismunandi hópar. Má þar nefna létta leikfimi, vefjagigtar- hópa, bakleikfimi fyrir karlmenn og vatnsleikfimi. Auk þess er boðið upp á jóganámskeið sem aðlagað er ein- staklingum með gigt. Markmið félagsins er að bjóða upp á leikfimi fyrir alla, líka þá sem lítið geta og vilja fara rólega af stað. Þjálfunin fer fram á mismunandi^ tímum dags og ættu allir að geta fundið hóp og tíma sem hentar. Þjálf- unin fer fram í húsi GÍ í Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjargarlaug í Hátúni. Skráning og nánari upplýs- ingar eru á skrifstofu GÍ, Armúla 5. Helgarferðir til London 18. og 25. maí frá kr. 27.990 LonrtflU9 tU , fi°nt,0nalla 1 Heimsferðir bjóða þér einstakt tilboð til London, helgamar 18. og 25. maí, þar sem þú getur notið hins besta í heimsborginni á hreint frábærum kjömm.Við höfum nú fengið nokkur herbergi á sértilboði á Grand Plaza hótelinu í Bayswater, i hjarta London. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma, einnig móttaka, bar og veitingastaður. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 7*90( ) Flugsætí önnur leiöin til London Verðkr. 27.90Í ) Flug fram og til baka, gisting mcð morgunverði í 4 nætur í 2ja manna hcrbergi, skattar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Sólin er ekkert notaleg... ...á skrifstofunni! y f FILMA A GLUGGANN LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ • 3M "Scotchtint" sólarfilma endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar. • "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar. Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið. • "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma. Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman. • Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt. • Ásetning filmunnar er innifalin í verði. Hafðu samband og fáðu verðtilboð. ArvIk ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.