Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 76
76 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Hvítasunnukirlq'an Ffladelfía m i \ ; | | | |- 'j ijjrv i | ||j| ''' fflí "TII Safnaðarstarf Daníel Karl- sen gestur í Fíladelfíu Daníel Karlsen var einn besti sölu- maður Noregs með landbúnaðarvél- ar og hefur fengið mörg verðlaun fyrir það. Hann tók á móti Jesú sem - vfrelsara sínum fyrir u.þ.b. 18 árum og er nú forstöðumaður fyrir Hvíta- sunnukirkjunni í Beröa í Ósló. Þau þrjú ár sem Daníel hefur verið for- stöðumaður hefur söfnuðurinn vaxið og í honum eru nú um 1.200 manns. Hann situr í stjóm meðferðarheimil- is Evangeliesenteret sem er rekið af hvítasunnumönnum í Noregi. Daníel ferðaðist mjög mikið og predikar víða, m.a. í Skandinavíu, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Fær- eyjum og hér á Islandi var hann aðal- ræðumaður Kotmótsins 1998. Hann r hefur talað á öllum sumarmótum í Noregi og er mjög eftirsóttur ræðu- maður. Það má segja um Daníel að sérstök smurning hvíli yfir honum og snertir hann hjörtu allra sem á hann hlusta með einföldum en áhrifamikl- um boðskap sem Guð hefur lagt hon- um á hjarta. Daníel verður með raðsamkomur í Ffladelfíu, Hátúni 2, dagana 4. til 8. maí kl. 20 nema á sunnudeginum 7. maí verður samkoma kl. 16.30. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæð- ur með ung börn kl. 10.30-12 í safn- aðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur - \Tnálsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára börn. TTT kl. 16, starf fyrir 10-12 ára börn. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Málþroski og örvun barna. Hjúkrunarfræðingur af Sel- j$:. tjamarnesi. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf 10-12 ára kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf f'yrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Klúbbur 8-9 ára í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 (TTT) ára börnum kl. 17.45- 18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kf. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Farið verður í ferðalag, lagt af stað frá kirkjunni kl. 13.30. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Landakirkja, Vestmannaeyjum. KI. 20 opið hús unglinga í KFUM & K-húsinu. K1 20 AGLOW-fundur í safnaðarheimilinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka- klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. í kvöld verður 16. hluti námskeiðs um Opinberun- arbók Jóhannesar á sjónvarpsstöð- inni Omega og í beinni útsendingu á FM 107. Leiðbeinandi er dr. Stein- þór Þórðarson. Efni: Dauðinn - Nýtt líf með Jesú Kristi. Á morgun verður dr. Steinþór með hugleiðingu á FM 107 kl. 15. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hljómburð- ur í Hall- grímskirkju ALLT frá því kirkjan var vigð haustið ’86 hefur verið leitast við að betrumbæta þar hljómburð tónlistarinn- ar og hljóðburð hins talaða máls. Þetta hefur verið þol- inmæðisverk í kirkjurúmi hinna háu hvelfinga. En að því kom að hið talaða mál var farið að heyrast nokkuð vel um allt kirkjuskipið, þ.e. þegar tækjabúnaðurinn var rétt stilltur fyrir alla, en ekki aðeins fyrir þá sem höfðu fulla heyrn. Þeir sem stjórna þarna tónlistinni eru farnir að „kunna vel á húsið“ og staðsetja flytj- endur rétt og vel. En nú brá svo við í morgunguðs- þjónustu í kirkjunni á pálmasunnudag að allt virt- ist úr lagi gengið. Prestur- inn talaði og talaði og talaði, en ekki heyrðist hvað hann sagði, því rödd hans barst málm-hörð og hvell langt úr fjarska. Síðasta „endurbót sérfræðinga“ virðist hafa verið fólgin í því að stað- setja hátaiara uppi í hæstu hæðum kirkjuskipsins og enginn sást nú lengur við hlj óð-stilli-borðið fremst í kirkjusalnum t.h.? Leitt að þurfa að vekja athygli á þessu slysi hér, en svo virðist sem starfsmenn og stjórnendur þessa mikla þjóðarhelgidóms hafi ekki gert sér grein fyrir þessu óstendi. I von um skjótar og góð- ar úrbætur sendast bestu sumarkveðjur. H.V.Þ. Tapad/fundid Skærgrænn ungbarna burðar- poki tapaðist UM PÁSKAHE LGINA tapaðist skærgrænn ung- barna burðarpoki, senni- lega við skógræktina í Haukadal eða við Geysi. Upplýsingar í síma 562- 0152. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA merkt Moschino fannst við Hraunbæ fimmtudaginn 27. apríl sl. Upplýsingar í síma 898-7893. Gullnisti fannst GULLNISTI með mynd fannst mánudaginn 17. apríl sl. fyrir utan Bónus í Skeifunni. Upplýsingar í síma 553-5997. Dýrahald Blandaðir skógar- kettlingar fást gefins SJO vikna, blandaðir skóg- arkettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 695- 1483. Falleg læða fæst gefíns FALLEG fjögurra mánaða læða fæst gefins á gott heimili vegna óviðráðan- legra aðstæðna. Upplýsing- ar í síma 565-5607 eða 692- 9837. Alþjóðlegt stærðfræðiár Finndu tölurnar Alþjóðasamband stærðfræðinga ákvað árið 1992 að árið 2000 skyldi veraalþjóðlegt stærðfræðiár. Af þvi tilefni eru starfandi nefndir í mörgum löndum heims sem vinna að markmiðum stærðfræðiársins en þau eru: ■ að vekja athygli á viðfangsefnum stærðfræðinnar á 21. öldinni ■ að varpa Ijósi á lykilhlutverk stærðfræðinnar í allri þróun og ■ að fjalla um ímynd stærðfræðinnar í hugum almennings og sjórnvalda. Á Islandi er starfandi samstarfsnefnd um Alþjóðlega stærð- fræðiárið en f henni eiga sæti fulltrúar frá Hl, KHl, Félagi raun- greinakennara, Islenska stærðfræðafélaginu og Fleti, samtök- um stærðfræðikennara. Nefndin stendur fyrir mörgum viðburð- um á árinu s.s. útgáfu bóka, ráðstefnu, greinaskrifum, fyrirlestr- um og fleiru. Eitt af þeim er þessi dálkur í sem nú mun verða birtur vikulega út árið. Ein stærðfræðiþraut verður lögð fyrir lesendur í viku hverri og í næstu viku á eftir kemur lausnin og ný þraut. Við munum einnig í þessum dálki vekja athygli á þeim viðburðum sem eru á döfinni hverju sinni. Tilgangurinn er að vekja athygli almennings á stærð-fræði og vonum við að sem flestir hafi gaman af. Þrautl Finndu tölurnar sem vantar í kassana og notaðu sömu reikn- ingsaðferðir og eru notaðar í tveimur fyrstu dæmunum. Notaðu margföldun, deilingu, samlagningu og frádrátt. Engin brot eða negatívar tölur eru með f dæmunum. a) b) m 4 5 3 1 1 0 7 9 3 16 4 2 6 4 10 ? 4 6 6 Hér eru 3 vefslóðir fyrir http://wvwv.ismennt.is/vefir/heilabrot/ þá sem vilja spreyta sig http://syrpa.khi.is/-stae/krakkar.htm á stærðfræðiþrautum. http://www.raunvis.hi.is/~stak/ SKAK llinsjón llelgi Áss Grétarsson Meðfylgjandi staða kom upp á milli pólska stórmeistarans Aleksander Wojtkiewicz, hvitt, (2.563) og Finnans Timo Lampen (2.307) á XIX. Reykjavíkur- skákmótinu. 22. Hxc6+! Kb8 23. Hc8!+ Bxc8 24. Da8+ Kc7 25. Re6+ Kd6 26. Rxd8 Re5 Svartur verður mát eft- ir 26. - Hxd8 27. Dc6 27. Rf7+! Ke6 Enn var ridd- arinn friðhelgur þar sem eftir 27. - Rxf7 mátar hvít- ur með 28. Dc6 28. Rxh8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Víkverji skrifar... REKSTUR Byrgisins, heimilis fyrir vímuefnafíkla, er án efa merkilegur. Þótt Víkverji hafi ekki kynnt sér hann sérstaklega er hann þeirrar skoðunar að þeir sem starfa vilja meðal þessa hóps eigi hrós skilið. Þessi hópur, sem oftast á sér formælendur fáa, þarf ákveðna umönnun og í Byrginu hefur hún verið veitt undir stjórn manns sem nefndur er Mummi í Mótorsmiðj- unni og fleiri. Á dögunum varð að rýma Byrg- ið þar sem húsnæðið þótti ekki boðlegt vegna þess að brunavörn- um var áfátt. Reksturinn hefur átt undir högg að sækja fjárhagslega og því verið erfitt að gera allt þannig úr garði að reglur séu upp- fylltar. Eflaust á þetta ákveðnar skýringar eins og alltaf en Víkverji er á því að hér þurfi einhver að- stoð að koma til, opinber eða einkaaðstoð. Byrgið og önnur slík heimili eru því miður nauðsyn í nútímaþjóðfélagi með öllum kost- um þess og göllum og við hljótum að þurfa að sinna slíkum málum. xxx EKKI er langt í að Eyrarsunds- brúin verði opnuð en hún tengir sem kunnugt er saman Danmörku og Svíþjóð. Þetta risa- mannvirki, sem Islendingar hafa kannski helst séð þegar þeir eru að fljúga um Kaupmannahafnar- flugvöll, hlýtur að gjörbreyta sam- göngu- og flutningamynstri um svæðið og reyndar hafa áhrif langt út fyrir nágrennið. Hefur Víkverji jafnvel séð bent á að flutningar með bílum muni aukast og þeir sem flytja varning til suðurhluta Evrópu frá norðursvæðum Noregs og Svíþjóðar muni endurskipu- leggja flutningakerfi sín. Þessi framkvæmd er umdeild eins og flest verk okkar, ekki síst af því að þetta er svo umfangsmik- ið mannvirki. Leiðir það hugann að samgöngumannvirkjum á ís- landi en þau eru nánast öll um- deild. Við höfum sérstakt lag á að deila og rökræða um þýðingu gangbrauta, brúa yfir umferðar- æðar, hraðamörk, jarðgöng, tvö- falda eða einfalda þjóðvegi og þar fram eftir götunum. Víkverji er á því að við ættum að hafa opin augu fyrir öllu sem verða má til bóta í samgöngumál- um. Fáist fé til verkefna þar eig- um við að taka því fagnandi. Ekki kannski mæla með hvaða fram- kvæmd sem vera skal en þeim sem verða til þess að auðvelda mönnum ferðir um landið, hvort sem um er að ræða fámennar byggðir eða þéttbýli. XXX FARFUGLAR sem snúa aftur til landsins eftir vetursetu úti eru helsta teikn um vor- og sumar- komu. Fjölmiðlar gæta þess líka að upplýsa okkur vel og vandlega um það hvenær ákveðnir fuglar, helst lóa og kría, skila sér, hvar á landinu þeir lenda fyrst og hvernig þeir virðast hafa það. Víkverja er til efs að slíkur fréttaflutningur tíðkist hjá helstu fjölmiðlum nágrannaríkjanna. Sumarkoman er þeim kannski ekki eins mikið atriði og okkur; við höf- um beðið hennar með óþreyju langan og rysjóttan vetur. Vonandi verður ekkert lát á þessum frétt- um fjölmiðla og þessu til viðbótar má nefna að hér í blaðinu hafa iðu- lega birst myndir og fréttir af flækingum sem rekast hingað. Fuglaskoðarar fylgjast grannt með, taka myndir og segja frá þessum sjaldséðu gestum og eru þetta áreiðanlega mikið lesnar fréttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.