Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 78
78 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ö0)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi 551 1200 Stóra sóiSiS kl. 20.00 DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare 4. sýn. mið. 3/5 örfá sæti laus, fim. 4/5 örfá sæti laus, mið. 10/5 nokkur sæti laus, fim. 11/5 nokkur sæti laus. NDKRABBINN — RagnarAmalds 10. sýn. fös. 5/5 uppseit, 11. sýn. lau. 6/5 örfá sæti laus, 12. sýn. fös. 12/5 örfá sæti laus, fim. 18/5 nokkur sæti laus, fös. 19/5 nokkur sæti laus, lau. 20/5. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 7/5 kl. 14 uppselt, sun. 14/5 kl. 14 uppselt, sun. 21/5 kl. 14 uppselt. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 7/5 nokkur sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi. KOMDU NÆR — Patrick Marber Mið. 31/5. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. SmiSamkstœM kt. 20.00: VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban Fös. 5/5, sun. 7/5. Sýningum fer fækkandi. Litla sóiSiS kt. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Fös. 5/5 nokkur sæti laus, lau. 6/5. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 15—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is. GAMANLEIKRITIÐ tastflÍNw JÓN GNARR ÉG VAR EINU SINNI NÖRD p ílau. 6/5 kl. 21.00 úi U ' tös. 12.5 kl. 21.00 ' J : Jtös. 19.5 miðnætursýning L. á kl. 23.30 A, ,4au. 27.5 kl. 21.00 p-Síðustu sýningar fyrir sumarfri | MIÐASALA I S. 552 3000 og á loftkastali@islandia.is Miðasala eropin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 14 laugardaga og fram að sýningu sýningardaga. Athugið — ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu. fös. 5/5 kl. 20.30 uppselt lau. 20/5 kl. 20.30 laus sæti 30 30 30 SJEIK.SPIR EINS OG HANN LEGGUR SIG fös 5/5 kl. 20 UPPSELT iau 6/5 kl. 20 UPPSELT sun 7/5 kl. 20 örfá sæti laus fim 11/5 kl. 20 nokkur sæti laus fös 12/5 kl. 20 örfá sæti laus lau 13/5 kl. 20 örfá sæti laus STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI fim 4/5 kl. 20 örfá sæti laus sun 14/5 kl. 20 nokkur sæti laus sun 21/5 kl. 20 LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS Kl. 12. fös 5/5, fim 11/5 Leikhópurinn Perian sýnir: PERLUR OG SKÍNANDI GULL sun 7/5 kl. 15 www.idno.is BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Cole Porter Sam og Bellu Spewack fim. 4/5 kl. 20.00 uppselt fös. 5/5 kl. 19.00 uppselt lau. 6/5 kl. 19.00 uppselt sun. 7/5 kl. 19.00 örfa sæti laus fim. 11/5 kl. 20.00 örfá sæti laus fös. 12/5 kl. 19.00 uppselt lau. 13/5 kl. 19.00 uppselt sun. 14/5 kl. 19.00 örfá laus sæti fim. 18/5 kl. 20.00 laus sæti fös. 19/5 kl. 19.00 nokkur sæti laus lau. 20/5 kl. 19.00 örfá laus sæti Sýningum lýkur í vor Ósóttar miðapantanir seldar dag- lega______________________ Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eftir Jane Wagner fös. 5/5 kl. 19.00 lau. 6/5 kl. 19.00 Síðustu sýningar í Reykjavík Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. íffPítmtmr í flutningl Bjarna Hauks (leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Sýningar hefjast kl. 20 lau 6/5 örfá sæti laus ATH! Sýningin er ekki fyrir viðkvæma Miðasala: sími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 13-19, mán.—lau. og alla sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Símapantanir frá kl. 10. f Háskólabíói Föstudaginn 5. maí kl. 20 örfá sæti laus Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson Piotr Tchaikovsky: Rokokótilbrigöi Camille Saint-Saéns: Sellókonsert Camille Saint-Saéns: Orgelsinfónía Orgelleikari: Hörður Áskelsson Rauð tónleikaröð 18. maí Andrzej Panufnlk: Sinfonta Sacra borkell Slgurbjörnsson: Immanuel. óratórla Hljómsveitarstjórí: Bernharður Wilkinson IMiðasala kl. 9-17 virka daga Háskólabíó v/Hagatorg Slml 562 2255 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR J| , | SERVANT PLÖTUR ELD PP &co SALERNISHOLF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-NORSK HÁGÆÐAVARA Þ.hORGRÍMSSON & CO ÁRMÚIA 29 S: 553 8640 t 568 6100 Tilþoðsverð Fallegir borðdúkar og servíettur í gjafakössum UppsotninfjuhúAin FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAH Hilmar Jensson gítarleikari fjallar um nýjustu plötu gítar- leikarans Ronny Jord- ans, BrighterDay. Síðasti neysludag- ur 1. janúar 1980 BRESKI gítarleikarinn Ronny Jordan er mörgum kunnur sem einn af frumkvöðlum acid-djass- hreyfingarinnar sem naut tals- verðra vinsælda í Evrópu undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Þar fór hann í broddi íylkingar og vakti athygli með leik sínum t.d. á Jazzmatazz-diskum Gurus. Jordan er þó líklega þekktastur fyrir útgáfu sfna af „So What“, sí- gildu lagi Miles Davis, en það er að finna á fyrsta diski gítarleikarans, The Antidote. Lagið naut mikilla vinsælda og diskurinn skaust upp _ vinsældalista víðsvegar í Evrópu. I kjölfarið fylgdu svo diskarnir Quiet Revolution og Light to Dark. Á þessum fyrstu diskum sfnum blandaði Jordan kokkteil úr djassi, fönki og hip-hop-rytmum ásamt hressilegum skammti af dísætum fusion-laglínum í anda George Bensons. Kokkteilinn skreytti hann sfðan með stöku „plötu- skratsi" og ljósbleikum hljóð- gerfla- mottum. Djassgítarinn hefur alltaf átt í vök að veijast í fónk- og fusion- djassstílnum, ýmist of veiklulegur og bitlftill til þess að skapa eðlilegt mótvægi við rokk- og fönkrytmana eða þá að rokkbjögunin hefur hreinlega gert djasslínurnar hjá- kátlegar. Trompet- og saxófónleik- urum hefur einhvern veginn geng- ið betur að vera í forgrunni í þessum tónlistargeira enda voru flestar hetjur fusion-hreyfingar áttunda áratugarins blásarar. Með fyrstu plötum sfnum tókst Jordan ekki að bæta stöðu hljóðfæris sfns í þessum geira. Áhrifin sótti hann helst til djassgítarista svo sem Wes Montgomery, Grant Greens en að- allega þó George Bensons eins og fyrr segir. Tónn hans er þar af leiðandi mjúkur og bitlftill sem hentar í sjálfu sér ágætlega í hefð- bundnum djassi en í bræðingstón- list veldur hann því að tónlistin verður skelfilega sæt og veikluleg. Með öðrum orðum er tónlistin á fyrstu diskum Jordans hvergi boð- leg nema í mesta lagi sem undir- leikur við skjáauglýsingar. Ronny Jordan sendi nýverið frá sér nýjan disk sem nefnist A Brighter Day og markar nokkur tímamót í útgáfu þessa vinsæla gítarista. Hann hefur sagt skilið við fyrra útgáfufyrirtæki sitt, Is- land Records, og flutt sig yfir til hinnar rótgrónu djassútgáfu Blue Note. Þar segist hann loksins vera kominn þangað sem hann á heima. Hann segist leika „urban jazz“ og vill ekki sjá að vera lengur bendl- aður við acid-djassstílinn sem gerði hann frægan Hann bendir einnig réttilega á að acid-djass hafi verið lítið annað en afturhvarfs- tískusveifla sem endurvann fusion frá áttunda áratugnum án þess að leggja neitt nýtt til málanna. A nýja disknum gætir aukinna R&B-áhrifa á kostnað hip-hop- rytmanna. Ennfremur er diskurinn að mestu unninn í New York og bandarískir tónlistarmenn áber- andi. Hann fær ýmsa gesti til leiks með sér og nægir þar að nefna víbrafónleikarann Roy Ayers, söngkonurnar Stephanie McKay og Jill Jones, djasstrymbilinn Jeff „Tain“ Watts og Mos Def sem end- urhljóðblandar titillag disksins. Það hvarflaði þess vegna að mér er ég fékk diskinn í hendurnar að búast mætti við breytingu til batn- aðar og jafnvel að hlýða mætti á plokkarann frá London sársauka- lítið. Þar skjátlaðist mér herfilega. Diskurinn reyndist mér þungbær hlustun og raunar gat ég dmögu- lega komist í gegnum hann allan fyrr en í fjórðu tilraun. Hreinskiln- islega þá man ég varla eftir að hafa hlustað á annað eins rusl. Öll áferð er þó slétt og felld og vel sykruð. Það er ekki beinlínis hægj: að finna að hljómgæðum eða hljóðfæraleik. Lundúnabúinn get- ur svo sem hreyft á sér puttana þótt þeir hafi sterka tilhneigingu til að fara ítrekað á sömu slóðir. Meðleikarar hans kunna líka að hreyfa fingurna en hjá þeim er þó ekki að finna snefil af spilagleði, frumleika eða áhættu frekar en hjá forsprakkanum. Til að kóróna allt eru svo laga- smíðamar hver annarri hug- myndasnauðari og ómerkilegri og raunverulega með ólíkindum að hinir aðkeyptu hljóðfæraleikarar skuli hafa haldið sér vakandi í gegnum þessa neyðarlegu enda- leysu af George Benson-stæling- um. Sjö laganna eru eftir Jordan sjálfan með laglínum sem allar hljóma eins. Af þeim bera „Mack- in’“ og „London Lowdown" sterk- ari keim af acid-djassfortíð hans en hin fimm. „Aftermath" er skammarleg stæling á síðari tíma Miles Davis með dempaðan tromp- et í forgrunni. Jordan fylgir einnig þeirri hvimleiðu stefnu, sem ein- kennir margar djassplötur, að hafa lög í sem flestum stflbrigðum og rytmategundum í þeirri veiku von að hlustandanum leiðist minna. „Two Worlds" og „Rio“ fylla þann- ig upp í Suður-Ameríkukvótann og „New Delhi“ notast að nokkru leyti við indversk hljóðfæri og söng. „% in Flow“ er svo „skyldu- svingarinn“. Ómögulegt er að skilja hvaða hvatir liggja að baki þessum tónsmiðum, nema þá að reyna að hafa sem flest stflbrigði á disknum eins og ég nefndi hér áð- ur. Gömlu kempurnar Roy Ayers og Victor Feldman eiga sitt leiðinda- lagið hvor en allra verst er þó gamall smellur eftir Nile Rogers og Bernard Edwards, „Why“, sem naut eitt sinn vinsælda í fiutningi Carly Simon. Illskást þykir mér titillag disks- ins sem er R&B-smitað, með gríp- andi gítar-riffum en kannski er ástæðan bara sú að þetta er fyrsta lag disksins og í því kemur allt fram sem Jordan hefur fram að færa sem gítaristi. Afgangur disksins verður því eingöngu end- urtekning á einhverju sem var svo auðskilið að það er bara pirrandi að láta tyggja það ofan í sig. Því fer fjarri að þetta sé fyrsti neikvæði dómurinn sem diskar Ronny Jordans hafa fengið. Gagn- rýnendur hafa keppst hver um annan þveran við að rakka karl- greyið niður. Jordan hefur þó haldið því fram að þar hafi verið á ferðinni forpokaðir djass-hrein- stefnumenn sem þoli ekki tilraunir hans til þess að gera eitthvað nýtt. Ég get nú varla talist til þess hóps og eftir stendur hin sorglega staðreynd að Ronny Jordan er víðs fjarri nýjum miðum. Þarna er ein- göngu um gamlar fusion-lummur að ræða. Réttast hefði verið að merkja diskinn „Síðasti neysludag- ur 1. janúar 1980“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.