Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 88

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 88
Heimav'órn S Sími: 580 7000 Drogum næst 10. mai HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUSNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: BITSTJ@MBL.JS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆffl 1 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Halldór Ásgrímsson ræðir við Madeleine Albright og Strobe Talbott Viðræður um bókunina frá 1996 framundan Washington. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgrímsson og Madeleine Albright, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, ræðast við í Washington. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í gær að hann hefði á fundi með Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á mánudag, rætt samskipti íslands og Bandaríkjanna og brátt færu í hönd tvíhliða viðræður ríkjanna um bókun vegna varnarsamningsins. „Framundan eru svo viðræður um bókun vegna varnarsamnings- ins, en samningurinn, sem við gerð- um 1996 vegna hennar, rennur út á .(rMæsta ári,“ sagði Halldór. „Ég von- ast eftir því að þær viðræður eigi sér stað með jákvæðum hætti.“ Sameiginleg ósk Halldórs og Albright að flnna lausn Halldór sagði að á fundi sínum með Albright hefði komið fram að það væri sameiginleg ósk þeirra að fundin yrði lausn á flutningsmálinu. Halldór og Strobe Talbott, vara- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu í gærkvöld fund utan dagskrár þar sem einnig var rætt um flutn- .iiíiga fyrir varnarliðið. Halldór sagði skömmu fyrir brottför frá Bandaríkjunum til ís- lands í gærkvöld að staðan í við- ræðunum hefði lítið breyst. Málið væri flókið, meðal annars vegna meðferðar fyrir bandarískum dóm- stólum. Lögfræðingar utanríkis- ráðuneytisins myndu fara yfir mál- ið með embættismönnum í banda- ríska utanríkisráðuneytinu í dag og ákveðið hefði verið að Halldór og Talbott myndu ræðast frekar við síðar í vikunni. Halldór sagði aðspurður að ekki væri ákveðið hvenær frumvarp, sem hann hefur lagt fram um varn- arsamstarfið og tekur meðal ann- ars til varnarliðsflutninganna, yrði að lögum. Utanríkisráðuneytið myndi fara yfir stöðu málsins í vik- unni til að meta árangur viðræðn- anna í Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn hefðu ekki hafnað því að flutningarnir fyrir varnarliðið yrðu boðnir út að nýju í haust, en ekki fallist á það heldur. Halldór sagði að því væri ekki að neita að íslensk stjórnvöld hefðu fundið fyrir auknum þrýstingi í þessu máli af hálfu Bandaríkja- manna: „Aðalatriðið er að það er okkar skylda og réttur sem sjálf- stæðs ríkis að setja þá löggjöf sem við teljum okkur nauðsynlega til að framfylgja okkar samningum." Á viðkvæmara stigi en ástæða er til Halldór ræddi þessi mál einnig við yfirmenn í bandaríska sjóhern- um í heimsókn í höfuðstöðvar flota- deildar Atlantshafsbandalagsins í Norfolk í síðustu viku. Halldór var spurður hvort þessi mál væru komin á viðkvæmt stig: „Þau hafa verið á frekar viðkvæmu stigi,“ svaraði utanríkisráðherra. „Og raunar á viðkvæmara stigi en ástæða er til.“ ■ Öryggismál/13 Verkfall mjólkurfræð- inga hefst að óbreyttu á miðnætti Mjólkur- vörur unn- ar á lager HJÁ Mjólkurbúi Flóamanna hafa verið gerðar ráðstafanir vegna yfir- vofandi verkfalls mjólkurfræðinga og segir Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri undirbúning vegna hugsanlegs verkfalls hafa staðið yfir í nokkra daga. „Við erum að sjálfsögðu búnir að gera ákveðnar öryggisráðstafanir og höfum undirbúið okkur svona eins og hægt er. Við erum búnir að reyna að vinna ýmsar vörur fyrir- fram og eigum orðið myndarlegan lager,“ segir Birgir. Hann segir að til séu birgðir til tveggja, þriggja daga umfram það venjulega. Ef ekki nást samningar við mjólkurfræðinga hefst verkfall á miðnætti í kvöld og segir Birgir að þá muni engin starfsemi fara í gang í fyrramálið. Skortur verður á nýmjólk eftir helgi „Það er svo eiginlega ekki fyrr en eftir helgi sem það færi að bera á einhverjum vöruskorti, fyrst þá á þessum vörum sem hafa minnst geymsluþol eins og venjulegri mjólk. Það er viðlíka um allt land. Síðan koma sýrðar afurðir, eins og jógúrtvörurnar allar, skyr og ann- að. Síðast nóttúrulega það sem heita G-vörur og vinnsluvörur, eins og ostar og smjörafurðir." Birgir segist að sjálfsögðu von- ast til að samningar náist í tæka tíð. „Við erum ekkert vonlausir um að það náist að semja, en við erum við öllu búnir,“ segir Birgir. J7I Veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum Aflaverðmætið einn milljarður VEIÐAR úr norsk-íslenska síld- arstofninum hefjast á föstudag og hafa nokkur íslensk skip þeg- ar haldið á miðin í Síldarsmug- unni svokölluðu austur af land- inu. Mörg skipanna sem mega stunda veiðarnar eru nú á kol- munnaveiðum í færeysku fisk- veiðilögsögunni og munu því ekki byrja síldveiðarnar fyrr en að þeim veiðum loknum. Álls hafa 65 skip sótt um leyfi til veiðanna á þessu ári en ís- lendingum er heimilt að veiða rúm 194 þúsund tonn sem er um 8 þúsund tonnum minni kvóti en í fyrra. Enn er ekki ljóst hvað ís- lenskar fiskimjölsverksmiðjur munu greiða fyrir síldaraflann en varlega má áætla að verð- mæti aflans upp úr sjó muni nema um einum milljarði króna. ■ 65 sóttu um/C2 Fjögur aðildarfélöff VMSÍ/LI felldu kiarasamninginn Lausnar leitað fram á nótt hjá sáttasemjara Morgunblaðið/Kristinn Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Snær Karlsson, starfsmaður VMSI, ræðast við í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. FULLTRÚAR þriggja stéttarfé- laga af fjórum innan vébanda Verkamannasambands íslands og Landssambands iðnaðarmanna, sem fellt hafa gerðan kjarasamn- ing, sátu í gær og fram á nótt á rök- stólum við fulltrúa Samtaka at- vinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gær, en náist ekki samningar hefst verkfall á miðnætti í nótt. Stéttarfélögin þrjú eru Samstaða á Blönduósi og Verkalýðsfélagið Fram og Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki. Fjórða stéttarfélag- ið sem felldi var Verkalýðsfélag Öx- arfjarðar og á það ekki viðsemjend- ur innan Samtaka atvinnulífsins. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði í gærkvöld, þegar enn var sól- arhringur til stefnu, ekki hafa borið á góma hvort fresta ætti verkfalli til að gefa frekari tíma til viðræðna. „Það er verið að tala saman núna og athuga hvort hægt er að finna einhvem flöt til þess að leysa deil- una og koma einhverju saman, sem menn geta sæst á,“ sagði hann og bætti við að ráðgert væri að sitja við „eitthvað inn í kvöldið eða nótt- ina“. Þórir kvaðst hvorki vera bjart- sýnn né svartsýnn. Viðræður hefðu hafist síðdegis í gær og verið væri að kanna viðhorf samningsaðila, en það kæmi í Ijós á næstu tímum hvort lausn fyndist. Alls greiddu 38 aðildarfélög VMSÍ-LI atkvæði um samningana og samþykktu því 34. ■ Niðurstaða talningar/11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.