Skírnir - 01.01.1861, Side 63
Daumörk.
FRÉTTIR.
65
öld og allan aldr a undan ríkti megnt hatr milli beggja ianda, Sví-
þjó&ar og Danmerkr. Hin síímstu 50—60 ár hefir mikil breytíng
oríiií) á þessu, og hefir hin uppvaxandi kynslób gjört allt til að
vekja góban huga milli landanna, en í sambúb ríkjanna er þó enn
fátt gjört, en flest ógjört, sem mætti tengja þau saman.
En um sama leiti og slotabi styrjöldum Svía og Dana, reis
bára í gagnstæðri átt, sem er ab eins risin, en ekki brotnub enn.
I byrjun þessarar aldar var sátt og bróðerni sem mest milli Dan-
merkr og hinna þýzku hertogadæma, sem lutu undir Danakonúng, og
engum kom þá til hugar, að innan skamms mundi skiptast veðr í lopti.
þegar Friðrikr sjötti var á konúngastefnunni í Vien, var hann látinn
kjósa, hvort hann vildi ganga í hið þýzka samband með öll sín lönd,
eðr nokkurn hluta þeirra, eðr alls ekki. Konúngr þóttist kjósa sér í
hag, að ganga í sambandið með Holseta ; varð konúngr Dana þannig
höfðíngi í bandaríkinu, og hafði atkvæði á allsherjar bandaþíngi.
þetta þótti þá vegr fyrir Danmörku og styrkr í nauðum þeim, sem
ríkið þá var komið í, eptir óhöpp sín í byrjun aldarinnar, og missi
Noregs, og þótti þetta athvarf gegn Svíþjóðu, sem ekki var elskuð
í þá daga. Ef auðnazt hefði að halda vináttu við þjóðverjaland
og samhuga við hina þýzku þegna, þá var þetta og einsýnn
hagr, og var þessu því tekið fegins hendi, og þótti happ í. Dan-
mörk tengdi nú saman hinar suðrænu þýzku bræðraþjóðir við
Norðrlönd, og nú ætluðu menn að einn hugr mundi ríkja sunnan
frá Alpafjöllum og norðr á Finnmörk. Jafnframt því sem Dan-
mörk að sunnan skyldi vera forvígismaðr Norðrlanda, þá var hún og,
og hafði lengi verið, flutníngsmaðr suðrænna menta. Bókmentir
Dana höfðu um langan aldr þegib mestan il að sunnan, og kunn-
átta í iðnaði og akryrkju barst að sunnan til Danmerkr. þessi
áhrif vóru á margar lundir heillavænleg, þegar hófsins var gætt.
En þetta band slitu nú þjóbernis-hreifíngarnar, sem á þessari öld
hafa náö svo miklum þroska. I ríkjum Danakonúngs búa þrenns-
konar þjóðir, Danir, þjóðverjar og Íslendíngar. Tæpr þriðjúngr
rikisþegnanna er þýzkr, en að baki sér hafa þeir samlanda sína,
volduga og víðlenda þjóð, og hefir það orðið þúngt í metum.
Holsetaland og Lauenborg eru alþýzk lönd og hafa alla stund verið,
5