Skírnir - 01.01.1861, Qupperneq 98
100
FRÉTTIR.
Afrika.
fró&leg og nákvæm. Kríngum vatnib Ngami er ótölulegr fjöldi
af fílum, sem menn fella vegna fílabeinsins; vífta liggja beinin
hrönnum óhirt. Hér fann og Livingstone nýtt Antilopu kyn. Villi-
geitr, elgir, Ijón eru hér ótöluleg. í ánum Zambese og þverám
hennar er fjöldi af krokodílum og nykr. þegar Livingstone fór á
bát eptir Zambese, þá steyptu sér vib hvert fet krokodílar af bökk-
unum ofan í ána, og lágu þeir uppi eins og selir, en nykrinn rak
trýnib upp hér og hvar til ab draga andann, og bar hvolpana á
baki sér; 'á nóttum fer hann í land á beit, og sér slóíiann ávallt
ofan í ána. Ain sjálf er fjarska breib, þakin eyjum, og allt þétt
vaxiö af pálmavibi eiir öirum tyám. Innbúar eru heiinir og hafa
margar konur. Sekeletu beiddi Livingstone ai segja sér hvai hon-
um væri kærast, og sagiist mundu gefa honum þab. Livingstone
sagii sér mest um hugai, aö hann og hans menn tæki kristna trú,
en Sekeletu sagbist ekki vilja læra ai lesa ((bókina” (biflíuna), því
hann væri hræddr um hún gjörii sér hughvörf, svo hann léti sér
nægja eina konu, og þaÖ vildi hann ekki eiga undir. Livingstone
tekr opt til þess, hvaö sibir manna hér sé líkir og sjá má á fornum
egipzkum myndum. A sííiustu árum hafa þeir lært aö selja þræla
til Norbrálfumanna, sem búa á ströndunum, þó heldr Livingstone
aö því muni Jinigna, ef betri verzlunarskipti tækist, en hér er gnótt
af kjöti, húSum, fílabeini, babmull og mörgu fleiru, sem er þarfari
og kristilegri varníngr en menn, en áin Zambese er verzlunaræð,
sem hlýtr að létta fyrir samgöngum. Ein hin mesta plága í landi
þessu, en þó ekki nema á stöku stað, helzt við Ngami, er flugan Tsetse,
hún er ekki stærri en mý, en bit hennar er banvænt á alidýrum:
hestum, nautum, og hundum, en skaðlaust á öllum villidýrum, og
svo manninum. þarsem hún er, verðr hvorki komizt á hesti eðr í
vagni. Á skömmum tíma drap hún fyrir Livingstone 40 akneyti;
fyrir biti hennar veslast skepnan upp, og deyr innan skamms. Ferða-
menn og bygðarmenn verða því að forðast alla staði þar sem hún er.
Á fyrstu ferö sinni, um sumarið 1849,’*fann Livingstone vatnið
Ngami, og kannaði ána Zouga, sem rennr í vatnið. Næsta ár fór
hann aptr frá Kolobeng, og nú lengra í norðr, kannaði ána Chobe
og farveg hennar og allt norðr til Makololo; í þeirri ferð fann
hann ána Zambese. Hina þriþju ferö fór hann 1852 frá Kap norðr