Skírnir - 01.01.1861, Síða 102
104
FRÉTTIR.
Amerika,
ætli a& ver&a banaraein ríkisins. Um daga Washingtons og Frank-
líns vóru ab vísu þrælar sem nú, en þab var taliö sem ills úr-
kostr, sem eyöast mundi smámsaman, en sú spá hefir ekki
ræzt, heldr hefir þræla sölumönnum nú um hríí) vaxib sú ergi,
sem er óheyrb í heiírni, hvab þá heldr í kristni. Hin fornu
bandaríki vóru 13, síöan hafa 21 bæzt vi&, jafnótt og ný lönd
hafa veri& numin; en þa& eru lög, aö fyrst heitir eitt land Terri-
torium (hérafc), en þegar þa& hefir fengiö vissa innbúatölu, þá
heitir þa& fylki, hefir lög sér og sendir menn á þíng. þessi fylki
deilast nú í þrælafylki og frjáls fylki. Hin frjálsu fylki hafa nú
lagt ni&r mansal, hin hafa a& sama hófi magnazt í þrælasölu
og þrælahaldi. Su&rfylkin, þau sem liggja kríngum Mexicoflóa,
eru römmust í þrælahaldinu, í þessum fylkjum er gjör mest ba&mull
i
í heimi og sykryrkja er þar mikil, en til þess hafa þeir þræla.
Mi&fylkin sum eru og þrælafylki, en ekki svo römm í trúnni sem
hin; hér er mest haft þrælarækt ef svo má kalla; bændr hafa
þrælabú og selja sí&an til su&rfylkjanna, og enn hafa margir frjálsa
menn í vinnu. NorÖrfylkin öll eru frjáls, og hér er afcsetr stjórn-
arinnar, í borginni Washington, og hin mesta verzlunarborg ríkis-
ins Nýja Jórvík; mentir og upplýsíng er og hér meiri en í sufcr-
fylkjunum. Af hinum fornu fylkjum ent 7 frjáls, en 6 þrælafylki.
Alls eru um 17 frjáls fylki, mefc 19\ milljón innbúa, en um 16
þrælafylki mefc 10 mill. innbúa, en af þeim, eru 4 mill. þræla1
efcr meir en þrifcjúngr; í sumum bafcmullar fylkjunum eru tveir
þrælar um einn hvítau mann. þrælamenn. en þeir kalla sig lýfc-
stjórnarmenn (Democrats) ö&ru nafni, eru því í minna hluta.
Hinir frjálsu í norfcrfylkjunum kallast í alþý&umálinu þjófcstjórnar-
menn (Republicains); þeir af þeim, sem vilja hafa allan þrældóm
úr lögum tekinn, kallast uAbolitionists”. Stjórnarflokkar landsins
i) I’rælalöndin ern þessi: Alabama, • Arkansas, Delavare (fornt), Florida,
Georgía (fomt), Kentucky, Louisiana, Maryland (fornt), Missisippi,
Missouri, Norfcrcarolina (fornt), Sufcrcarolina (fornt), Tennessce, Texas,
Virginia (fornt). Frjáls: California, Konnnecticut (fornt), Illinois, Indi-
ana, Jowa, Kansas, Maine, Massachusets (fornt), Michigan, Newhamp-
shire (fornt), Newjersey (fornt), Newyork (fornt), Ohío, Pennsylvania
(fornt), Rhodeisland (fornt), Vermont, Viscossin, Minesota, Oregan.