Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 16

Skírnir - 01.12.1905, Page 16
304 Trú og sannanir. segir Hume. Hann gerir grein fyrir því, hvernig ýmsum af sönnununum hafi verið háttað, og hann sér engan veg til þess að fá þeim haggað. Samt tekur hann ekki viðburðina trúanlega, afneitar þeim afdráttarlaust, vegna þess, að þeir séu alveg ótrú- legir, að þeir séu þess eðlis, að skynsamir menn eigi ekki að trúa þéim. Eg geri ráð fyrir, að það sé af sömu á- stæðu — ef ástæðu skyldi kalla — að prótestantar vé- fengja þau kraftaverk kaþólsku kirkjunnar, sem ríkar sannanir eru fyrir, að gerst hafi. Eg fæ ekki séð, að þeir, sem álykta svo, hafi nokkurn rétt til að lá öðrum mönn- um, sem véfengja mesta undrið, furðulegasta viðburðinn, sem frá er skýrt, upprisu Krists frá dauðum. Vitaskuld er þéssi ástæða Humes alveg fráleit. Reynsla mannkynsins ætti að vera búin að kenna því það, að um fleira er að tefla í náttúrunnar ríki en það, sem á þeim og þeim tímum hefir þótt trúlegt. Enginn má gera sér í hugarlund, að það sé fáfróð alþýða ein, sem véfengt hefir það, er reynst heflr áreiðanlegt. Helztu visindamenn veraldarinnar hafa gert það alveg eins. Þeir hafa véfengt, að unt væri að dáleiða menn. Þeir hafa véfengt, að til væru loftsteinar. Þeir hafa véfengt, að unt væri að leggja ritsíma í sjó. Þeir hafa véfengt, að unt væri að láta gufuvagna fara eftir járnbrautum. Þeir hafa barist gegn þessu hnúum og hnefum, og ótal mörgu öðru, sem reynst hefir áreiðanlegt, og fært ógrynnin öll af »vísinda«-sönn- unum fyrir því, að þeim gæti ekki skjátlast. Og hverj- um mundi fyrir 100 árum — og þótt mikiu skemur væri leit- að aftur í tímann -— hafa þótt það trúlegt, að unt væri að taka ljósmyndir af því, sem er innan í ósærðum manns- líkama, eða að menn lékju sér að því að senda hugsanir sínar frá vesturströnd Englands til Reykjavikur eftir engri annari braut en lausu loftinu? Það er áreiðanlega bezt að treysta sem minst þeirri ástæðu, að viðburðirnir séu ótrúlegir, þegar rikar sannanir eru fyrir því, að þeir hafi í raun og veru gerst. Hitt er annað mál, að ekki er nema eðlilegt og skyn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.