Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1905, Qupperneq 16

Skírnir - 01.12.1905, Qupperneq 16
304 Trú og sannanir. segir Hume. Hann gerir grein fyrir því, hvernig ýmsum af sönnununum hafi verið háttað, og hann sér engan veg til þess að fá þeim haggað. Samt tekur hann ekki viðburðina trúanlega, afneitar þeim afdráttarlaust, vegna þess, að þeir séu alveg ótrú- legir, að þeir séu þess eðlis, að skynsamir menn eigi ekki að trúa þéim. Eg geri ráð fyrir, að það sé af sömu á- stæðu — ef ástæðu skyldi kalla — að prótestantar vé- fengja þau kraftaverk kaþólsku kirkjunnar, sem ríkar sannanir eru fyrir, að gerst hafi. Eg fæ ekki séð, að þeir, sem álykta svo, hafi nokkurn rétt til að lá öðrum mönn- um, sem véfengja mesta undrið, furðulegasta viðburðinn, sem frá er skýrt, upprisu Krists frá dauðum. Vitaskuld er þéssi ástæða Humes alveg fráleit. Reynsla mannkynsins ætti að vera búin að kenna því það, að um fleira er að tefla í náttúrunnar ríki en það, sem á þeim og þeim tímum hefir þótt trúlegt. Enginn má gera sér í hugarlund, að það sé fáfróð alþýða ein, sem véfengt hefir það, er reynst heflr áreiðanlegt. Helztu visindamenn veraldarinnar hafa gert það alveg eins. Þeir hafa véfengt, að unt væri að dáleiða menn. Þeir hafa véfengt, að til væru loftsteinar. Þeir hafa véfengt, að unt væri að leggja ritsíma í sjó. Þeir hafa véfengt, að unt væri að láta gufuvagna fara eftir járnbrautum. Þeir hafa barist gegn þessu hnúum og hnefum, og ótal mörgu öðru, sem reynst hefir áreiðanlegt, og fært ógrynnin öll af »vísinda«-sönn- unum fyrir því, að þeim gæti ekki skjátlast. Og hverj- um mundi fyrir 100 árum — og þótt mikiu skemur væri leit- að aftur í tímann -— hafa þótt það trúlegt, að unt væri að taka ljósmyndir af því, sem er innan í ósærðum manns- líkama, eða að menn lékju sér að því að senda hugsanir sínar frá vesturströnd Englands til Reykjavikur eftir engri annari braut en lausu loftinu? Það er áreiðanlega bezt að treysta sem minst þeirri ástæðu, að viðburðirnir séu ótrúlegir, þegar rikar sannanir eru fyrir því, að þeir hafi í raun og veru gerst. Hitt er annað mál, að ekki er nema eðlilegt og skyn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.