Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 32

Skírnir - 01.12.1905, Page 32
320 William James. jafnaðargeð kemur í staðinn. Korni hin.inn, konri hel, nú stendur það á sama! e. H r e i n 1 e i k 11 r. —Að'þungamiðja tilfinningalífsins breyt- ist hefur fyrst og fremst, í för með sér, að sálarhreinleikurinn vex. Maðurinn verður næmur fyrir andlegu ósamræmi og vill bægia á braut úr lífi sínu öllu því sem d/rslegt er og holdlegt. Helgur maður forðast að hafa mók við a!t slíkt, hann verður að fá æ meira samræmi í líf sitt og halda því flekklausu frá heiminum. Hjá sumum gengur þessi hreinleiksþörf í meinlætastefnu, og veikleiki holdsins fær þá að kenna á miskunarlausri hörku. d. K æ r 1 e i k i. — Að þungamiðja tilfinningalífsins breytist hefur í öðru lagi í för með sér, að mannkærleikinn, ástúðin við íiðra menn, vex. Obeitarhvatir þær, sem venjulega setja ástúðinni manua á milli svo þröngar skorður, haldast í hömlum. Helgur maður elskar óvini sína og fer með hvimleiða betlara eins og bræður sína. James skýrir nú hvert atriðið um sig og tilfærir -dæmi. Eg skal adeins drepa á nokkur atriði. Mannkær- leikinn styðst bæði við meðvitundina um það, að allir séu börn hins sama f'ööur, en jafnframt sprettur hann af inni- legri u'leði, sem trúarástandinu fylgir, því gleðin gerir menn ástúðlegri. Að elska óvini sína er allsenginn sjálfs- mótsögn, það er hæsta stig þess stórhugar og göfuglyndis, sem þolir mótgerðir og kennir í brjóst um ranginda- manninn. Og væri því boðorði fylgt, þá yrði heimurinn allar annar, því ein sterkasta hvötin i mannssálinni, sjálfs- varnarhvötin, er þá brotin á bak aftur. Þar sem helgir menn sýna þeim sérstaka góðvild, sem öðrum eru hvim- leiðir, þá eru hvatinar til þess ýmsar auk mannkærleikans sjálfs, svo sem meinlæti, auðmýkt, löngun til að lítillækka sig. — Jafnaðargeð, undirgefni, hugprýði og þolgæði lielgra manna verður skiljanlegt, þar sem þeir finna, að þeir eru undir umsjá þess kraftar, sem þeir treysta óbif- anlega. Sá sem í alvöru getur sagt: »Verði guðs vilji«, er brynjaður gegn öllum veikleika. — Löngunin til að halda sál sinni fiekklausri frá heiminum, næmleikinn fyrir öllu ósamræmi milli hugarfars og breytni, getur ýmist leitt menn út í baráttu til að reyna að umskapa

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.