Skírnir - 01.12.1905, Page 41
Ymsar tegundir trúarreynslunnar.
329-
2. Sameining eSa samræmi við þenna æðri heim er hið sanna
markmið vort.
3. Bæn eSa innra samband við anda þess lieims — hvort sem.
hann er »guð« eða »lögmál« — er athöfn, sem ber verulegan árangur,
við bænina streymir inn andlegt afl, sem hefur í för meS sér verk-
anir, andlegar eSa líkamlegar, í sýnilega heimiuum.
Trúnni fylgja enn fremur þessi andans'einkenni.
4. ÞaS er eins og lífið fái að gjöf nýjan unað, er kemur fram
annaðhvort sem skáldleg hugarlyfting eða hvöt til alvöru og
hetjumóSs.
5. Trúnaðartraust og jafnaðargeS, og í sambúS við aðra menn«
hefur kærleiksríkt hugarþel yfirhönd.
En þekking á einhverjum hlut er ekki liluturinn
sjálfur; þekking á trúarlífinu og meginkjarna trúarsetn-
inganna getur ekki komið í stað trúarinnar sjálfrar, því
trúin er líf. Það er t. d. sitthvað að þekkja drykkjuskap,
orsakir hans og afleiðingar, og að vera drukkinn sjálfur.
Svo er annars að gæta. Mennirnir eru svo ínismunandi,
lifa við svo ólík kjör og hafa svo ólík áhugamál, að ekki
er von til að allir geti aðhylst alveg sams konar trú. Hið
guðdómlega er ekki einn einstakur eiginleiki, heldur fjöl-
breytt og marghliða, og hver hliðin um sig fær sinn
forvígismann. »Hver tilfinningastefna um sig er sem ein
samstafa i boðskap þeim, sem manneðlið hefur að tíytja,.
og það þarf á oss öllum að halda til þess að öll mein-
ingin komi í ljós.« Þess vegna verða [sumir að tigna
»stríðsguð«, aðrir guð friðarins. Hver verður að byggja
á sinni reynslu, sínum þörfum, en jafnframt sýna öðrum
umburðarlyndi.
Náttúruvísindi og mannfræði vorra tíma eru trúnni
fráhverf. Þeim hættir löngum við að skoða hana sem
arf frá lægra menningarstigi mannkynsins. Visindin hirða
ekki um persónuleikann, né finna neinn tilgang í viðburðum
náttúrunnar. Samkvæmt þeim hlýða allir hlutir, dauðir
og lifandi, föstum allsherjarlögum, þeir verða til, breytast
og hverfa; náttúran byggir upp og rífur niður aftur r
eilífri hringrás viðburðanna; alt er einn óendanlegur