Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 66

Skírnir - 01.12.1905, Page 66
854 Einar Benediktsson. að þýðing Einars Benediktssonar er bæði honum og tungu vorri til sóma. Mér virðist hún yfir höfuð ágætlega af hendi leyst. Auðvitað má finna stöku stað, þar sem frum- ritið er betra, en svo er um hverja þýðing á stóru skáld- riti í víðri veröld og er því ekki undarlegt. Hitt er miklu meiri furða hvernig skáldinu hefur tekist að samþýða anda höfundarins íslenzkunni, og gera samtölin eðlileg og óbrotin. Hér er því miður ekki rúm til margra tilvitn- ana, en eg get þó ekki stilt mig um að taka nokkur sýnishorn af handa hófi. Hér kemur gandreið Péturs Gaiits: P é t u r G a u t ú r. »Þú hefur séða hana Gvendaregg, rná ske? Mílan hálf ég hygg hún sé; hvöss er brúnin eins og ljár. Yfir jökul urð og gjár, út af heljarbröttum skriðum, blundandi að báðum hliðum blökk og þung má vötnin sjá þrettán hundruð álnir, eða enn þá meira, niðri frá. Eftir hryggnum hann og ég háskaiegan þutunr veg. Aldrei fann ég frárri jó. Fyrir augun oft og tíðum eins og leiftri sólna sló. Dökkir ernir vængjum víðum veifuðu um hengistigu; óðu fram í undirhlíðum; aftur úr, sem fys, þeir sigu. Jakar fyrir bökkum brustu brothljóð var þó ei að heyra. Iðuvættir einar þustu að með söng og dansinn stigu. — Slógu hring fyr’ auga og eyra! (1. þáttur bls. 6- -7).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.