Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 68

Skírnir - 01.12.1905, Page 68
356 Einar Benediktsson. mín meðul þau gefa það rétta snið. Eg svíð og ég dyfi og ég bræli sem bezt með brennisteini, og þess konar efnum, þangað til líkingin sanna sést, sú 3em er bein, sem við svo nefnum. En hver sem, líkt yður, er hálfmáður út hann hjálpast aldrei við stein nó lút«. (5. þáttur, bls. 300 —301). Eflaust hefur vald Einars Benediktssonar yfir íslenzk- nnni aukist á þvi að þýða Peer Grynt, enda finst mér kvæði hans verða œ þýðari; en yfir máli hans er ætíð heiður og tígulegur svipur, stíll og snið frjálsborins anda. Um íslenzkuna hefur hann meðal annars kveðið þetta: Og feðratungan tignarfríð — hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. — Það ortu guðir lífs við lag; ég lifi í því minn æfidag og dey við auðs þess djúpu brunna. Það er á margra vitorði, að verið er að prenta nýja kvæðabók eftir Einar Benediktsson. Vonandi kemur hún bráðum, og þá getur þjóðin sjálf séð, hve íturvaxinn sá sonur hennar er, sem eg nú hef reynt að lýsa. Guðm. Finnbogason.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.