Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 84

Skírnir - 01.12.1905, Side 84
Utlendar fréttir. Skilnaður Noregs ogSvíþjóðar. Deilunum milli Svíþjóðar og Noregs er nú lokið á þann hátt, að ríkin eru skilin í bróðerni. Mun það eins dœmi í veraldarsögunni, að slík stjórn- arfarsbreyting, sem nu hefir orðið í Noregi, hafi komist á með fullri friðsemi, algerlega án blóðsúthellingar og hryðjuverka. Breyt- ingin er fágæt: Hinn ríkjandi konungur afsalar sór konungstign og vö’.dum, en þjóðin k/s sér aftur konung. Æsingar voru orðnar mikiar báðu megin, svo að lengi var talið líklegast, að til ófriðar mundi draga. En þeim sem samningunum styrðu frá beggja hálfu hefir farist vel og vituriega. Aðalforgöngumaður Norðmanna í þessum málum hefir verið Miohelsen ráðaneytisformaður. En Svía megin mun engum fremur mega þakka úrsiitin en Óscari konungi sjáífum. Þegar »Skírnir« skvrði síðast frá þessum málum, var enn tví- synt, hvernig fara mundi. En 31. ágúst komu kjörnir fulltrúar frá báðum þjóðunum saman í Karlstað á Vermlandi, fjórir frá hvorri, og skyldu þeir útkljá málin. Meðal fulltrúa Norðmanna voru þeir Michelsen ráðaneytisformaður og Lövland utanríkisráð- gjafi. Það sem nú var orðið aðalágreiningsatriðið var sú krafa Svía, að Norðmenn skyldu eyðileggja allar víggirðingar sínar á landamærum ríkjanna. Þetta var Norðmönnum almennt mjög illa við. Þó hafði stórþingið gefið fulltrúum sínum heimild til að slaka nokkuð til í þessu atriði, ef friðsamleg lausn málanna fengist ekki með öðru móti. Fundirnir í Karlstað voru haldnir fyrir luktum dyrum, og gekk svo lengi, að almenningur vissi lítið nm, hvað þar gerðist. Meðan svo stóð var málið stöðugt rætt í blöðunum, eigi aðeins á Norðurlöndum, heldur einnig víðar, einkum í Englandi og Þ/zkalandi. Var svo að heyra sem báðar þjóðirnar, Svíar og Norð- menn, væru albúnar til ófriðar. Friðþjófur Nansen sat í Englandi,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.