Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 91

Skírnir - 01.12.1905, Page 91
Útlendar fréttir. 379 fyrir sig (Öldungaráðið), sem var skipuð finskum borgurum, og Finnar fengu einkaréttindi til allra embætta í landinu, hærri sem lægri. Landstjóra-embættið var eina embættið, sem Finnar og Rússar áttu jafnan aðgangsrétt að. Finnar voru undanþegnir al- mennri landvarnarskyldu þar til 1878; þá var hún lögleidd. En miklu léttari voru þó kvaðir þeirra í því efni en flestra annara þjóða í Norðurálfu. Þar við bættist að finski herinn var í deildum út, af fyrir sig, sem stjórnað var af finskum foringjum, sem skipuðu fyrir á móðurmáli Finna. En sambandið við hið sterka herveldi, Rússland, veitti Finnlandi fulla tryggingu út á við, svo að Finnar gátu gefið sig með óskertum kröftum við innanlands- málum sínum. Það er viðurkent, að framfarir landsins séu mjög miklar síðan það komst í samband við Rússland. I Rússlandi vöktu forréttindi Finnlands nokkra óánægju, einkum að því er snerti útgjöldin til hermálanna. Aðaltilgangur keisara- auglýsingarinnar frá 15. febr. 1899 var, að svifta finska þingið atkvæðisrétti um hernaðarkvaðir þær sem gerðar yrðu á heudur Finnum; Rússar vildu lengja herþjónustutímann og auka hernaðar- útgjöldin. Líka átti að blanda finska hernum saman við rússneska iherinn og rússneskir menu að fá aðgang að herforingjastöðu í Finn- landi. Einnig var sérrétttindum Finna þröngvað í fleiri efnum. Einkaréttur Finna til embætta í landinu var afnuminu, finsk frí- merki bönttuð og prentfrelsið heft. Landsstjóranum var gefinn réttur til þess að hefta útkomu finskra blaða eftir eigin geðþótta. Frelsi til að halda samkomur og mynda félög var einnig ntjög tak- markað. En alt þetta var gert í samræmi við það sent atti sér stað í sjálfu höfuðlandinu, Rússlandi. Það hefir verið gert mikið úr því, að þjóðerni Finna hafi ver- ið traðkað af Rússunt. Eu þetta er ekki að öllu leyti rétt. Við skulum líta á, hvernig ástandið hefir verið á Finnlandi lengi að þessu leyti. 6/7 hlutar landsbúa eru Finnar, x/7 hluti Svíar. Þessir tveir þjóðflokkar hafa altaf átt þar í megnum deilum um það, hvort þjóðei'nið ætti að vera ráðandi. Minni hlutinn sænski hefir verið drotnandi í landinu alt frá því er laudið var í sambandi við Svíþjóð og hin sænska tunga var þar hið viðurkenda opinbera mál. Mestan hluta síðastliðinnar aldar hafa Finnar háð stríð fyrir þjóðerni sínu og tungu, en það strj'ð hefir staðið milli finsku og sænsku en ekki finsku og rússnesku. Þetta stríð hefir verið hað með engu minni ákafa en hitt, sem báðir flokkarnir hafa nú upp á síðkastið orðið að eiga gegn rússneskunni. Sænski flokkuriun

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.