Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 93

Skírnir - 01.12.1905, Page 93
Útlendar fréttir. 381 nr lönd fara sívaxandi. Stór skógsvæði eru ríkiseign, einkum í norðurhluta landsins, og eru þar einhverjir hinir stærstu og feg- urstu skógar sem til eru í Norðurálfu, og þrátt fyrir hið mikla skógarhögg er nú árlegur vöxtur skógarins meiri en eyðslan. I Finnlandi hafa bændurnir á síðari árum lagt meiri áherslu á griparækt heldur en kornyrkju, og þó eitikum á mjólkurbúin. Þó eru Finnar í þeim sökum ekki komnir eins langt og Danir. En kúatalan hefir nær tvöfaldast á síðustu 12 árum. En þótt miklu meiri áherzla hafi verið lögð á griparæktina, þá hefir kornyrkja samt sem áður tvöfaldast frá 1860 til aldamótanna. Hin vaxandi velmegun sést einnig glöggt á því, hve vöruflutning- ar til landsins fara vaxandi. Þrátt fyrir vaxandi kornrækt í land- inu vex innflutningur á rúg og hveiti, sykureyðslan hefir tvöfaldast, innflutningur á kjöti og eggjum einnig vaxið, og svo er um flest- ar vörutegundir. Eins og á þessu sóst, hefir verzlunarumsetning- in stórum aukist. Um miðja síðastl. öld var hún aðeins 37 milj. marka, 1886 176 milj., en um aldamótin nær 500 milj. á ári, og innflutningur töluvert meiri en útflutningur, eins og gerist í velmegandi löndum, sem sjálf taka mikinn þátt í verzlun og vöruflutningum. Fjárhagur landsins er betri en flestra annara ríkja í Norðurálfu. Tekjurnar eru árlega hærri en gjöldin, og við það hafa myndast stórir varasjóðir. Bankamálum er mjög vel fyr- ir komið á Finnlandi og hafa Finnar tekið fyrirkomulag Skota til fyrirmyndar. Bankarnir hafa útibú hvervetna um landið. Leiðandi menn þjóðarinnar eru ameríkskir í hugsunarhætti, og í Finulandi er yfir höfuð ekki lítið af því fjöri og þeim framkvæmdakrafti sem annars einkenuir Ameríku. Finnland er perlan í kórónu Rússakeisara.« 8. des. Þ- G.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.