Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 96

Skírnir - 01.12.1905, Page 96
,384 Arið 1905. innlendra manna. Komu um 50 til Keykjavíkur og um 300 til Austfjkrða; var aðalbækistöð þeirra í Borgarfirði. En miður hefir þetta þótt lánast, en til var ætlast. Annars hafa Norðmenn á síðustu árum rekið miklar fiskiveiðar við Norðurland, og er aðal- stöð þeirra þar á Siglufirði. Stórviðburður er það á þessu síðasta ári, að gull hefir fundist í jörð rétt hjá Reykjavík, og fleiri málmar. Hve mikið sé þar af málmum vita menn ógerla enn, því djúpt er á þeim. Eu svo stendur á þessari uppgötvun, að verið var að leita neyzluvatns handa Reykjavík með borunum til og frá í grend við bæinn. Þegar leitað var í myrinni sunnan við Skólavörðuhæðina, og komið var 120 fet niður frá yfirborði, urðu borunarmennirnir þess varir, að einhver litfagur málmur settist í sprungur á nöfrunum, og kom það fram við nánari rannsóknir, að þetta va'r' gull. Þetta er í landi bæjarins, og hefir bæjarféiagið selt hluWólagi, sem »Málmur« nefnist, rétt til þess að leita málmanna og hagnyta sér námurnar, ef til kemur, fyrst um sinn. Er stofnfé þess félags 100,000 kr., er síðar má auka og hafa bæjarmenn forgangsrótt að hlutabréfa- kaupunum, þá landsmenn allir, en fáist ekki nægt fó á þann hátt, þá má selja þau útlendingum. Heyrst hefir einnig, að gull og fleiri málmar væru fundnir við Mývatn. A skólamálunum hefir orðið sú breyting, að Latínuskólinn hefir fengið nýja reglugerð. Aðalbreytingin frá því sem áður var er sú, að afnumin er þar kensla í grísku, og kensla í latínu mikið minkuð, en í þess stað aukin kensla í ýmsum öðrum náms- greinum. Skólinn hefir og breytt nafni, og heitir nú »Hinn al- menni mentaskóli«. Bektor B. M. Olsen sagði af sér embætti sum- arið 1904 og fekk hann um leið prófessors-nafnbót. En rektor var skipaður við skólann Steingrímur skáld Thorsteinsson, áður yfir- kennari, en yfirkennari Jóhannes Sigfússon, áður kennari við Flens- borgarskólann. í haust sem leið voru þessi embætti vdtt, rektors- embættið Steingrími, en yfirkennaraembættið Geir Zoega. Jóhann- es fékk kennaraembætti við skólann. A síðasta Alþingi kom stjórnin fram með frumvarp um stofnun kennaraskóla, en málið var felt vegna ósamlyndis um það, hvar skólinn skyldi vera. Á næsta Alþingi má búast við að það nái fram að ganga. Nýr verzlunarmannaskóli er stofnaður 1 Reykjavík með land- sjóðsstyrk og á Akureyri Iðnaðarmannaskóli.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.