Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 9

Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 9
Jörgen Pétur Havstein. 201 ur að mörgu leyti, enda urðu þeir frændur sumir íslenzk- ari að flestu, en títt var um kaupmannsbörn af dönskum uppruna. Á það þó einkum við son þeirra, þann er hér ræðir um sérstaklega, og niðja hans; en flestir hafa þeir ættmenn þótt nýtir menn og góðir drengir. II. Þau Jakob Havsteen og kona hans áttu þrjá syni: Niels, er kaupmaður var í Hofsósi eftir föður sinn, Jóhann, kaupmann á Akureyri, og Jörgen Pétur, er seinna varð amtmaður nyrðra. Pétur var fæddur 16. febrúar 1812. Olst hann upp með foreldrum sínum og vandist snemma vinnu og sjóferðum. Var hann mikið gefinn fyrir sigling- ar og buslaði í æsku oft á sjónum með frænda sínum og uppeldisbróður Jakobi Holm, enda urðu þeir svo gagn- kunnugir öllum grunnmiðum á Skagafirði, að betri hafn- sögumenn gat eigi þar um slóðir, en þá frændur. Var Pétur formaður á skipi til Drangeyjar, er hann var 16 vetra, og í Bessastaðaskóla þótti hann jafnan beztur sjó- maður og stjórnari, en piltar lögðu þá í vana sinn að sigla á Skerjafirði og áttu sjálfir bát. Pétur lærði sund í Bessastaðaskóla og seinna enn betur í Kaupmannahöfn, en til merkis um hugprýði hans og snarræði má geta þess, að hann á æskuárum bjargaði manni úr lifsháska, er var rétt að þvi kominn að drukna í ósnum, og hætti sjálfur lífi sínu til þess, því hann var þá ósyndur. Eins og ljóst er af þessu, fekk hann í æsku nokkuð svipaðan reynslu- og undirbúningsskóla undir störf fullorðinsáranna eins og Baldvin Einarsson, er nokkru var eldri en hann og upp- alinn norður í FJjótum í Skagafirði við hákarlaveiðar og sjómensku. Það mun fátt vera, sem betur þroskar og stælir tápmikinn ungling, en einmitt sjórinn. Það mun í öndverðu hafa verið tilgangur þeirra hjóna, að venja Pétur við verzlunarstörf og kaupmennsku; að minsta kosti er það gefið i skyn í stúdentsvottorði hans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.