Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 10

Skírnir - 01.08.1912, Page 10
202 Jörgen Pétnr Havetein. frá Besaastöðum. Nam hann í heimahúsum á æskuárun- um helztu undirstöðuatriði almennrar mentunar. Það skal ósagt látið, hvort andlát föður hans 'hefir átt nokkurn þátt í að breyta þessari tilætlun eða ráðagerð, en hitt er víst, að sjálfur hneigðist Pétur meir að bóknámi en að kaupmensku eða búskaparstörfum, og er móðir hans varð þess vísari, fekk hún því ráðið, að honum var komið fyrir til kenslu að Víðivöllum til Sigurðar stúdents Arnórssonar, svo sem til reynzlu fyrst í stað. Réðst hún síðan, er faðir hans var andaður, í að halda honum til skólanáms. Var hann fyrst tvo vetur á Víðivöllum og nam undirstöðuat- riði grískrar og latneskrar tungu, en gekk síðan inn í Bessastaðaskóla haustið 1830. Settist hann ofarlega í neðra bekk, en fluttist haustið 1832 upp í efra bekk og úskrifaðist í maímánuði 1835 með bezta vitnisburði. Er þess við getið í stúdentsvottorði hans, að hann hafi skar- að fram úr flestura jafnöldrum sínum í skólanum bæði að næmi og skilningi, og þá eigi síður iðni og námfýsi, enda var hann sæmdur verðlaunum fyrir iðni síðasta veturinn í skóla. Kom það brátt í ljós í skólanum, að hann var áhugamíkill, kappsamur og fylginn sér við námið, og er sérstaklega gert orð á því í stúdentsvottorði hans, en þetta voru einmitt þau lyndiseinkenni, er seinna meir þóttu framar öllu öðru lýsa sér í dagfari hans og embættisrekstri. Meðan Pétur Havstein var í Bessastaðaskóla, gaf Bald- vin Einarsson út tímarit sitt Ármann á alþingi í Kaup- mannahöfn. Það á varla við hér, að fara að gera ítar- lega grein fyrir áhrifum þeim, sem rit þetta hafði hér á Islandi, en þess skal að eins lauslega getið, að boðskapur sá, sem það flutti, hlaut einmitt sérstaklega að eiga erindi til þeirra manna, er svo voru skapi farnir sem Pétur. Ritið lagði einkum áherzlu á að vekja fjör og táp með þjóðinni og áhuga í búnaði og öðrum atvinnumálum. Það brýndi fyrir mönnum samtök og félagsskap og framtaks- semi í sveitarstjórn, hússtjórn og bússtjórn. Það er boð- skapur skyldurækninnar, sem þar er haldið fram í lát- lausum, en þó nýjum og einkennilegum búningi. Má það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.