Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 12

Skírnir - 01.08.1912, Page 12
204 Jörgen Pétur Havstein. stjórnardeildinni íslenzku (Rentukammerinu), og var það1 einnig að sumu leyti góður undirbúningsskóli undir em- bætti8störfin síðar meir. Hinn 25. apríl 1845 var honum veitt Norðurmúla- sýsla. Settist hann þá að á Ketilsstöðum á Völlum og bjó þar síðan í fimm ár meðan hann var sýslumaður eystra. Kunni hann þar vel við sig, enda eru Fljótsdal- urinn og Fljótsdalshérað fallegar sveitir og búsælar. Komst hann skjótt í mikið álit lyrir dugnað sinn og embættis- framkvæmdir bæði hjá landsmönnum og hjá stjórninni; kaus hún hann meðal annars til að sitja í landbúnaðar- og skattanefndinni 1845. En þó lét hann fyrst að marki til sín taka eftir að honum var veitt amtmannsembættið í Norður- og Austuramtinu 16. maí 1850. Fluttist hann sama ár að Möðruvöllum í Hörgárdal, hinu forna höfð- ingja- og amtmannssetri. Veitti hann síðan amtmanns- embættinu forstöðu í full 20 ár með hinum mesta dugn- aði og skörungsskap. Komst hann þar í starf og verka- hring, er vel var við hans hæfi, og sýndi þá þegar, að hann var borinn höfðingi og leiðtogi; var hann áhuga- mikill og kappsamur, og dugði þá jafnan bezt, er mest á. reyndi. III. Þess var eigi langt að bíða eftir að Pétur Havstein tók við amtmannsvöldum, að á reyndi ötulleik hans, dugnað og skörungsskap. Voru og amtmenn þá að sumu leyti betur settir um frainkvæmdir allar og ráðstafanir i umdæmum sínum, en síðar varð, og voru að jafnaði látnir talsvert sjálfráðari, enda voru þeir og þar af leiðandi tals- vert áhrifameiri. Stiftamtmenn voru þá jafnan danskir og ókunnir að mestu högum og háttum landsmanna, og stjórnardeildin í Kaupmannahöfn var eigi stórum betur farin í því efni, þótt islenzkir menn að vísu veittu henni forstöðu, því samgöngur voru þá býsna strjálar og erfitt að fá nægar skýrslur í fljótu bragði. Af þessu leiddi, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.