Skírnir - 01.08.1912, Side 13
Jörgen Pétnr Havstein.
205
«igi var svo bráðlega gripið fram i fyrir amtmönnum, ef
stjórnin á annað borð bar traust til þeirra og þeir voru
sjálfir atkvæðamenn, sem vissu vilja sinn og kusu heldur
að fara sínu fram, en að leitast fyrir hjá æðstu stjórnar-
völdum um hvað eina, áður en þeir sæi sér fært að hefj-
ast handa. Var það hvorttveggja um Havstein amtmann,
að hann hafði enga sérlega tröllatrú á dómgreind og
■óskeikulleik stjórnarinnar í umboðsmálum, enda þóttist
sjálfur bær um ráðstafanir allar í því efni, og hafði nægi-
legan kjark og þrek til að rísa undir ábyrgðinni, er af því
leiddi, hvað sem hver sagði. Kom þetta einkum berlega
fram í afskiftum hans af einu stórmáli, er upp kom nokkru
eftir að hann tók við amtmannsvöldum nyrðra, og þá um
8inn yfirskygði öll mál önnur hér á landi. Það var kláða-
málið.
Eftir því sem næst verður komist, barst fjársýkin
hingað til iands með enskum lömbum síðla sumars 1855,
•og gerði fyrst vart við sig í Miðdal í Mosfellssveit. Var
þessu enginn gaumur gefinn fyr en á næsta ári, er
alt var orðið um seinan. Þegar kvittur gaus upp um
kláðann, sneru bændur í Mosfellssveit sér til stiftamtmanns,
•og skipaði hann þegar Hjaltalín landlækni að skoða féð.
Komst hann að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ósaknæm-
.ur kvilli og vel læknandi, enda sýndist réna um stund
við lækningatilraunirnar. Var Hjaltalín á þeirri skoðun,
að kvillinn stafaði að öllum líkindum af skemdum heyjum
og illri hirðingu á fénu. Voru því af yfirvaldanna hálfu
engar fullnægjandi ráðstafanir gerðar til að hefta út-
breiðslu sýkinnar. En svo fór þegar á reyndi, að lækn-
ingarnar komu að litlu haldi, og tók sýkin sig upp aftur
jafnharðan sumarið eftir, 1856, og breiddist nú óðfluga
um næstu sveitir. Sáu menn þá um seinan, að alt var í
voða. Var nú Teiti dýralækni Finnbogasyni boðið að
ferðast um i Suðuramtinu og reyna að stemma stigu fyrir
útbreiðslu sýkinnar með lækningum, en allmisjafnlega
gáfust þær tilraunir, sem enn mun sýnt verða.
Jafnskjótt og fregnir bárust af sýkinni, brá Havstein