Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 32

Skírnir - 01.08.1912, Page 32
222 Jörgen Pétur Iíavstein. staks manns (eiganda Hofsósverzlunar), tók Havstein amtm, eindregið í strenginn á móti, þótt málið væri honum nokk- uð skylt, og fór um það svofeldum orðum: »Faðir minn sálugi átti verzlunarstaðinn Hofsós, og veit eg ekki til þess að hann hafi gert þann samning við drottin vorn, að niðjar hans skyldu ætíð mega halda þar verzlun Skag- firðinga, hvort sem það væri þeim (Skagfirðingum) í óhag eða ekki. Bróðir minn, sem nú á verzlunarstaðinn Hofs- ós, mun án efa heldur ekki tileinka sér þvílíkan rétt. Vildi nokkur ímynda sér að slíkur réttur ætti sér stað, mætti hann víst vera grundvallaður á samningi við hinn vonda, og væri það þá sannkallaður contractus diabolicus. Hvort slíkur samningur geti haft nokkra þýðingu í at- kvæði hins heiðraða þingmanns í hinum íslenzka lands- yfirrétti, veit eg ekki; en hitt veit eg, að aðrir lögfræð- ingar virða hann að vettugi®1). Eigi sat Havstein amtm. á fleiri þingum og bað sig undanþeginn, enda var það hvorttveggja, að hann þóttist hafa nóg að starfa og mun víst heldur aldrei hafa kunnað vel við sig í þeim sessi. Af fjárkláðamálinu er það auðsætt, að Havstein amt- manni lét það einkar vel á fyrri árum sínum að fara með umboðsvald og gangast fyrir stjórn og framkvæmdum, enda var hann áhugamikill um atvinnumál og allar þær ráðstafanir, er horfðu til framfara og nytsemdar almenn- ingi. Hinn 30. sept. 1858 gaf hann út erindisbréf um fjárhirðing og heyásetning, er hann sendi hreppsnefndum öllum í Norður- og Austuramtinu2). Bauð hann í bréfi þessu að skipa skyldi í hverjum hreppi nefnd manna, undir umsjón hlutaðeigandi hreppstjóra, til að vaka yfir fjárhirðingu bænda og hyggilegum ásetningi, álíta heybirgðir manna á hverjum bæ, fénaðarfjölda, húsa- vist fjárins og hirðingu osfrv. Til þess að fullnægja þessu skyldu skoðunarmenn fara þrjár eftirlitsferðir á ári: laust eftir veturnætur, við þorrakomu og um sumarmál. Sýna ‘) Alþtið. 1853 bls. 987. *) Tíðindi nm stjórnarmálofni Isl. II, 511.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.