Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 35

Skírnir - 01.08.1912, Page 35
Jörgen Pétnr Havstein. 225 og þar sem eins hagar til og á íslandi, að flestir embætt- ismenn búa bændabúnaði, má það stýra miklu til umbóta, ef þeir koma mönnum til samvinnandi aðgerða til þess að bæta búnað og atvinnuvegi; en það verður alþýðan að láta sér skiljast, að hvorki yfirvöld né aðrir geta komið neinu til leiðar með slíkum tilraunum, ef hún eigi sjálf vill neitt fyrir hafa. Vér æskjum allir, sem von er, meira forræðis efna vorra og frelsis, en þeir ættu aldrei að taka sér það orð í munn, sem blanda því saman við aðgerðar- laust og ómenskulegt sjálfræði«. Að svo mæltu telur hann upp nokkur þau atriði í búnaði og heimilisháttum, er honum þykir helzt þörf á að efla og bæta með ráðum og framkvæmd, og eru það þessi: 1. Túna-ogengjarækt. 2. Fóðurhirðing. 3. Fénaðarhöld (skynsamleg og varhygðarfull meðferð og uppeldi ungviðis, hentug hirðing á kvikfénaði bæði sumar og vetur, notaleg smalamenska, haganlegar fjallgöngur og réttahöld, hyggileg ásetning á haustin eftir fóðurbirgðum, skynsamlegt gjafarlag, forsjáleg útbeit sauð- fénaðar á vetrum, góð tilhögun á fjósum, rúmgóð og loft- góð fjárhús o. s. frv.). 4. Notkun og hirðing allra nytja af p e n i n g i (svo sem mjólkurhirðing, smér- og ostagerð, meðferð og geymsla á keti, hvort sem haft er til búneyzlu eða sölu o. s. frv.). 5. Maturtarækt. 6. Sjávarútvegir (þorska- og hákarlaveiðar). 7. Húsagerð o g híbýlahættir (góð, rúmleg og holl híbýli og íveruhús, hreinlæti á bæjum og að koma inn áhuga hjá alþýðu fyrir öllum þrifnaði o. s. frv.). 8. V e r z 1 u n (að vanda sem bezt allar íslenzkar vörutegundir og leita allra bragða við, að þær verði jafn- ar að gæðum við sömu vöru erlendis, eða jafnvel betri; fá sem mest verð fyrir vöru sína hjá kaupmönnum, byrgja sig sem bezt á sumrum með nauðsynjavöru, en fækka 15

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.