Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 40

Skírnir - 01.08.1912, Side 40
230 Jörgen Pótur Havstein. Var það helzt skemtun hans á þessum árum að ríða góð- um hesti eða sigla út um Eyjafjörð, stundum með börn- um sínum. Andaðist hann þar eftir þunga legu og langa vanheilsu 24. júní 1875 á 64. aldursári. Pétur Havstein var að útliti hinn göfuglegasti maður, tígulegur á velli og að öllu hinn álitlegasti, svipmikill og alvarlegur og augun djúp og fögur. Mun hann hafa verið vaskleikamaður á yngri árum, þróttmikill og tápmikill. Hann var þríkvæntur. Atti hann fyrst Guðrúnu, dóttur síra Hannesar Stephensens á Hólmi, og með henni tvö börn: Hannes, er dó ungur, og Þórunni, konu Jónasar landlæknis Jónassens. önnur kona hans var Sigríður, dóttir Olafs Stephensens í Viðey. Síðasta kona hans var Kristjana, dóttir síra Gunnars Gunnarssonar, en systir Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Áttu þau saman 9 börn alls, 4 sonu og 5 dætur. Af þeim eru nú að eins 3 synir á lífi: Hannes, fyrrum ráðherra Islands, Marino, fyrrum sýslumaður í Strandasýslu, og Gunnar, bankastjóri í Færeyjum1). öll voru börn Havsteins amtmanns hin mannvænlegustu og þótti bregða til foreldra sinna um fríðleik og atgervi. Af þessu sem á undan er gengið mun það sennilega ljóst, að Havstein amtmaður var um fram alt vitmaður, starfsmaður og þrekmenni með afbrigðum, kappsamur og fylginn sér í hvívetna, og föðurlandsvinur í fylsta skiln- ingi. Vér ætlum að vísu að manninum sjálfum og lífs- starfl hans sé svo rækilega lýst hér að framan af orðum hans og athöfnum, að eigi sé þörf á að bæta miklu við það, enda hafði höfundur þessara orða engin kynni af honum. Að lokum sýnist þó eigi illa til fallið, að rifja *) Þessi eru látin af börnum þeirra: Hannes Lárus d. 1860; Gruð- rún Jóhanna d. 1866; Soffia Ágústa d. 1884; G-uðrún Jóhanna Lára, gift Jóni Þóraiinssyni fræðslumálastjóra, d. 1894; Jóhanna d. 1894; Elin, gift Lárusi H. Bjarnason prófessor, d. 1900.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.