Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 41

Skírnir - 01.08.1912, Side 41
Jörgen Pétur Havstein. 231 «pp nokkur ummæli samtíðarmanna hans að honum látn- um, og skal það tekið fram um leið, að enginn þeirra var neinn sérlegur vinur hans, svo kunnugt sé. Ritstjóri Þjóðólfs getur stuttJega um lát hans og bætir við: »Aðrir, sem nær eru og betur þekkja til, munu fyrst birta æfi- sögu þessa staka yfirvalds og skörungs*. ísafold nefnir hann »hinn þjóðfræga skörung meðal valdsmanna vorra*. Og í Fréttum frá íslandi 1875 (bls. 56—57) er hans getið á þessa leið: »Hann var einhver atkvæðamestur maður á íslandi á þessari öld og mjög þjóðhollur; hann þótti bera af flest- um mönnum að atorku og dugnaði og var jafnan talinn eitt hið ötulasta og stjórnsamasta yfirvald, sem ísland nokkurn tíma hefir átt. Hann var ríkur í lund og stór- ráður, og lét aldrei bugast af neinum mótspyrnum, er urðu fyrir honum. Framgöngu hans þakka margir það, að fjárkláðinn eigi hefir breiðst út um alt Norðurland«. Sá maður, sem fær svo einróma vitnisburð nýlátinn, og það jafnvel hjá blöðum, sem eigi voru honum hliðholl eða stefnu hans, á það vafalaust skilið að nafni hans sé á loft haldið, og það því fremur, sem almannarómurinn hefir yfírleitt gert meira orð á brestum hans, einkum geð- ríki hans og ofurkappi, en rétt var, enda fóru þeir eigi leynt, — en látið hitt að algengum þjóðarsið fremur liggja í láginni, að hann var í raun og sannleika mikilmenni: hollur í ráðum, spakur að viti og skörungur í framkvæmd. Jón Jónsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.