Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 44

Skírnir - 01.08.1912, Page 44
234 Úr ferðasögn. leizt mér heldur vel á manninn, enda var hann merki- lega líkur íslenzkum presti, sem er annálað góðmenni, og ekki þessi leikarasvipur á honum, sem lýtir svo margan kirkjuprest á Euglandi og annarstaðar. Hann talaði um, að allir gætu fengið huggun og hvíld, ef þeir að eins vildu, og óskaði eg, eins og oftar, með sjálfum mér, að þetta væri satt. Það er engin furða, þó að margir vilji prédika guðs orð á Englandi, því að óvíða, og hvergi í ókaþólskum löndum, hafa prestar vald og virðingar einsog þar í landi; og dálítið af þessari dýrð skín á hvern iiytj- anda orðsins, jafnvel þótt hann sé ekki lærður til prests. Hinn ræðumaðurinn var að tala um kvenréttindi, og var því máli hlyntur, eins og sjálfsagt var, úr því að hann hafði ekki komist á þing. Kæðumaður var einn af þessum þreklegu, brjóstvíðu Englendingum, sem eru aldir upp við góðan mat og líkamsæfingar, og elli virðist ekki vinna neitt á að mun, þótt hvítir séu orðnir fyrir hærum. Og hér mátti sannarlega heyra rödd hrópandans í kven- réttindamálinu, því að ræðumaður flutti mál sitt alt kall- andi og var þó enga þreytu á honum að heyra. Þessi ræðuhöld virtust mér þegar í stað einkennilega ensk, og eins og dýrð ensku kirkjunnar hefir vakið upp þessa mörgu »leikprédikara«, eins á sjálfsagt valdadýrð »parlamentsins« drjúgan þátt í að koma á stað þessum utanþings-ræðumönnum; þegar þeir tala eins og þeir, sem völdin hafa, þá leggur yfir þá svolítið af þeim virðingar- ljóma, sem völdunum fylgir. — Allmikið stöðuvatn (the serpentine) er þar í Hyde- park, og þó tilbúið af mannavöldum, og á kvöldin var jafnan krökt af mönnum sem þreyttu sund, eða stóðu berir á bakkanum. Mátti þar sjá marga knálega kroppa, en alt er það hinn fátækari lýður, því að efnaðra fólkið leit- ar til baðstaðanna. Þetta er á almannafæri, og mann furðar á að sjá slíkt frjálsræði á Englandi, þar sem alls- konar uppgerðar siðsemi er svo furðulega mögnuð. En viljinn til vatnsins og sundsins hefir orðið of sterkur, og þess vegna minna bakkarnir þarna á suðrænni og sól-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.