Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 47

Skírnir - 01.08.1912, Side 47
Ur ferðasögu. 237 Swinburne þar sem hann er að lofa goðin, ef nokkur séu til, fyrir það: That no life lives for ever; That dead men rise up never; That even the weriest river Winds somewhere safe to sea. Eg þarf nú ekki meira en þetta erindi til að sjá að Swinburne getur ekki verið einn af mínum góðvinum, þó að eg raunar virði það hugrekki, sem hefur þurft til að segja slíkt á Englandi. En undarlegt er það að sjá nokk- urn lofa goðin fyrir það, að þessi mikla tilraun sem vér sjáum vottinn um í lífinu á jörðinni, og æðstan í mann- lífinu, skuli hafa svo mistekist að dauðinn heggur þar altaf skarð í. En vonin um sigur lífsins á dauðanum er það annars sem heitir ást, og er oft úr viti fram; og þarna finst mér væri betra kvæðisefni. Mörgum hefir þótt Swinburne bezt ljóðskáld enskt, þegar þá líður Byron og Shelley. Frú Leith er líka skáld gott og rímsnillingur mikill, og höfðu þau oft haft það að barnleikum, hún og Swinburne, að kveðast á og botna. Eg kom i hús Swin- burnes að undirlagi frú Leith, en ekki sá eg þó frænda hennar; hafði honum förlast mjög heyrn á efri árum, og var orðinn mjög ómannblendinn. Eg talaði við fóst- bróður Swinburnes, Watts-Dunton, skáld og ritdómara og alkunnan mann, þó að ekki jafnaðist hann að frægð á við Swinburne. Hefir Watts-Dunton verið skáldlegur mað- ur ásýndum á yngri árum, eins og sýndi mynd, sem hékk þar á vegg, eftir Burne-Jones, mjög frægan málara — mig minnir náfrænda Kiplings — og aldavin þeirra Swinburnes. Watts-Dunton var dálitið kunnugur Islend- ingasögum, en þó alt of lítið, eins og allir fræðimenn út- lendir, hvað þá aðrir. Augu manna eiga eftir að opnast í þeim efnum, og segi eg það enn, að íslendingum ríður afarmikið á að láta ekki halda, að annað mál sé á forn- sögunum en það sem vér ritum nú, þó að af minni list sé, og mætti. Frú Leith fór með mér til systur Swinburnes, sem á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.