Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 54

Skírnir - 01.08.1912, Page 54
244 Úr ferðasögu ingi, infnvel þótt við miklu sé búist af þessum »ódansk- asta* allra Dana, sém kominn var af Sturlungum, er manna hagastir hafa verið á orð og annað, eins og kunn- ugt er. Eg gæti nefnt þann Islending, sem Byron er lik- astur ásýndum af núlifandi r önnum, og geri það ef til vill einhverntíma, þegar hann hefir unnið til þess að eg gleðji hann. En fríðleiksmunur er þó raunnr talsverður. Mann furðar á að sjá hvað Byron hefir verið höfuðsmár, því að heilinn í honum var eiun af þeim þyngstu sem sög- ur fara af. Og yfirleitt virtist mér höfuðin á lávörðunum merkilega lítil að tiltöiu við líkamsstærð, og er það líka norrænt, eins og bendir til orðtækið: heimskur er jafnan höfuðstór; er orðtækiö því merkilegra í þessu sambandi, sem það hefir óefað rangt fyrir sér; mörg góð höfuð eru stór, eins og kunnugt er. Mér verður hér að minnast Hallgríms heitins Melsteðs, því að eg hefi ekki séð jafn- lítið höfuð á svo stórum manni: Hallgrímur var 3 álnir á hæð, og þó hærri á öxl en nokkur þriggja álna maður, sem eg hefi séð. Hallgrímur var 6. maður frá Hrólfi sterka, og í beinan karllegg kominn af Þorkeli Eyjólfs- syni, og mátti á ýmsu sjá, að ættin var góð, þó að svo miklu minna yrði úr, en efni var til, eins og hefir orðið um svo margan Islending, og ekki sízt þá, sem mist hafa föður sinn börn að aldri. I Lundúnum einkum, og hvergi betur en í efri mál- stofunni lærði eg að verða ósamþykkur dr. Andreas Han- sen í því, að bezta kynið á Norðurlöndum sé tiltakanlega langhöfðað og mjóhöfðað. Hins vegar kemur mér ekki í hug að halda því fram að breiðustu höfuðin séu bezt kynjuð. En eg sá það á Englandi og hefi sannfærst um það æ betur og betur síðan, að dökk hár og augu fylgja oftar mjóu og löngu höfðunum, og oft hefi eg getað séð, að það eru Gyðingar sem þau eiga eða gyðingablendingar. VII. I annað skifti kom eg í neðri málstofuna, og átti eg Avebury lávarði að þakka að eg komst þar fyrirhafnar-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.