Skírnir - 01.08.1912, Side 59
Ur ferðasögu.
24»
hærra og er fremur maður. Frá hinu og öðru sem að
þessu lýtur, er vel sagt sumstaðar í Islendingasögum, en
þó miklu meira þagað, og sérstaklega í sögu íslands eða
nákvæmar sagt, íslendinga; en þar er mikið efni fyrir
góð söguskáld, og þyrftu þau söguskáld, ef vel væri, að
vera læknar eins og Arthur Schnitzler, og jafnvel lika
vita ýmislegt sem þessum framúrskarandi mann- og kven-
fræðingi virðist ókunnugt um. En Schnitzler er því mið-
ur eigi að eins þetta sem eg nefndi, heldur einnig gróða-
maður, og því fer honum eins og jafnvel snillingnum enn-
þá meiri H. Gr. Wells, (þó að hann þekki ekki nærri eins
vel einn meginþáttinn í eðli kvenfólksins eins og Schnit-
zler, enda Englendingur og ekki Vínarbúi), þeir eru að
þvæla og þvæla, sumir mundu ef til vill segja: skálda, til
að gera úr því bók, sem þeim hefir komið í hug. Það er
stundum gott, að til lítilla ritlauna er að vinna og engra.
Fátt er svo fyrir öllu ilt.
Enginn má af því sem að framan er skráð, ætia að
eg sé kvennhatari, eða að minsta kosti ekki nema stund-
um, og raunar hata eg að eins það, sem gerir kvenfólk-
ið óelskulegt. Eg óska þess oft, að allar konur og meyj-
ar væru fagrar, góðar og vitrar, eða góðar, vitrar og fagr-
ar. Það er svo mikið undir gæzkunni komið, og líka undir
því að vera ekki alt of heimskur. En raunar held eg
helzt, að gæzkan sé til einhverstaðar, þar sem fegurðin
er, þó að hún virðist stundum sofa svo fast, að hún verði
ekki vakin, vakni ef til vill ekki fyr en í börnum eða
barnabörnum, eða jafnvel lengra fram. Og fegurðin er
eins og sólskin. En mér þykir svo vænt um að skini á
mig, einkum eftir þessi vondu él, sem stundum dynja yfir
og eru svo erfið, þó að vist sé, að einhverntíma styttir
upp. —
Eg ætla að enda þennan kafla á að segja frá skrítn-
um draum sem mig dreymdi ekki alls fyrir löngu. Mig
dreymdi, að ferðasögur minar yrðu einhverntima taldar
með beztu ferðasögunum, sem ritaðar hafa verið. Mér
þótti draumurinn góður, en er vonlítill um að hann ræt-