Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 65
Um talshætti í islensku.
25&
allar götur frá þeim tímum ? Svo lángar ermar voru ekki
þægilegar ef eitthvað skyldi gert með höndunum. En
vera má, að talsh. sje ýngri.‘— Hjer verður og að heyra
til: »Það er undir hælinn lagt* (hver t. d. sóttur er) =
það getur verið vafasamt eða tvísýnt (hver, hvað, osfrv.);
mjer er ekki vel ljóst, af hverju talshátturinn er dreginn,
hvað er hugsað »lagt undir hælinn* og hversvegna, og
hvað merkir hæll? — »Að þreyja þorrann og góuna* —
þessa erfiðustu mánuði vetrarins — = að biða, þola, harð-
asta tímann, þ. e. að bíða lengi (og óþolinmóðlega?); þetta
er einkennilegur, ekki allúngur talsháttur, sjálfsagt ís-
lenskur (sbr. þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á
norðan, og enda líklega hvort sem er). Til þessarar
greinar má enn telja: »að sjá ekki högg á vatni* = að
sjá engan árángur af verki sínu, hvað mikið sem að er
gert; það er eins og högg í vatn, það sljettist jafnóðum
yfir aftur. — »Láta e-n taka hendi í kalt vatn* = láta
e n þola eitthvað óþægilegt; það er auðsjeð af þessum tals-
hætti, að köld böð hafa ekki átt upp á pallborðið hjá ís-
lendíngum. — »Að vera á hjarni með e-ð« = vera þannig,
að manni er e-s áfátt eða ómögulegt að gera e-ð; »hjarn«
er auð ísbreiða þar sem ekkert er að fá. Skylt þessu i
hugsun er: »að koma að tómum kofunum«, grípa
í tómt, þar sem við e-u mætti búast. — »Það er að bera
í bakkafullan lækinn« = það er: offylla lækinn (bera í
= auka það sem i læknum er; hjer er eflaust átt við
bæjarlæki); talshátturinn merkir að gera of mikið, veita
of mikið, þar sem nóg er til undir, vinna verk sem engin
brýn þörf er á. — Úr þvi jeg nefndi lækjartalshátt, dettur
mjer í hug: »að gera gángskör að e-u« = að leita e-s
grandgæfilega; »gángskör« finst ekki í fornmáli; en auð-
sjeð er hvað orðið þýðir, það er: skör til að gánga á (en
»skör« var lágur bekkur fyrir framan aðalbekkinn); »gera
gángskör* er þvi að gera skör til að gánga á þar sem
ekki vel var hægt fram að komast án hennar; var það
líka haft um stíg fram með eða yfir læki t: d.? Eftir
þessu er það auðskilið, að talshátturinn hefur fengið sína