Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 79

Skírnir - 01.08.1912, Side 79
Um talshætti i islenskn. 269 >ljettu« er blátt áfram afbökun af »litlu« — og ætti því að útrýmast. »Það er hængur á e-u«, hjer um bil sama sem »það er agnúi á e-u« (sjá framar), hængur = erfiðleiki eða vandkvæði, en hvað merkir orðið eiginlega? Hængur = kalllax kemur sjálfsagt ekki til greina. Guðbrandur ritar »hángur« — og mig rámar í að jeg hafi heyrt eða sjeð þá mynd — og þýðir það »hánka«; Bj. Hald. hefir »hángur í máli« = grunur, en hann hefir lika »hángur í trje« = »tregi í trje« = rætur greinanna í bolnum, sem geri það erfitt að kljúfa hann; þetta sýnist skýra talsháttinn; reyndar hefði þá heldur mátt búast við »í« en »á«. Ætti eftir þessu þá »hængur« að vera framburðarmynd (sbr. »lángur—længur« í romsunni). Hjer þarf efalaust frekari rannsóknar og skýrínga. Þetta er ekki nema lítið sýnishorn af ísl. talsháttum. En það sýnir glögt þýðingu þeirra. Sá sem rannsakar þjóðar8iði og þjóðmenníngu þarf að kynnast þeim, því að þeir bregða ljósi yfir mart, þegar þeir þá eru ekki myrkir með öllu. Jeg hef flokkað þá svo sem gert er hjer, og ætla jeg, að fleiri þurfi ekki flokkana. Þó gerði fjelagsmaður einn (mag. Sig. Nordal) þá athugasemd, sem er rjett, að auka mætti við einum flokkinum, talsháttum sem byggðist á sögulegum grundvelli (sbr. »Þrándur í Götu«). Geta þeir sem það vilja tínt þá saman. Annars ættu menn að vanda notkun') þessara tals- hátta og viðhafa þá með smekk og hæfilega oft. Annars getur svo farið, að »borið sje i bakkafullan lækinn*, og það þykir ekki gott. Finnur Jónsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.