Skírnir - 01.08.1912, Síða 89
Ritfregnir-
Þorv. Thoroddsen. Lýsing íslands I.—II. bindi. Kanp-
mannahöfn 1908—1911.
Þegar eitthvert ljóðasafn eða eitthvert annað skáldrit, hve
lítið að vöxtum eða gæðum sem það nú annars kann að vera, kem-
ur hór á prent, þá liður vanalega ekki á löngu áður en blöðin
koma hvert með sinn ritdóm, einn öðrum lengri — stundum eru
allir ritdómarnir saman lagðir ef til vill eins langir, ef ekki lengri,
en ritið sem dæmt er. En um bók þá, sem hér er um að
ræða, hefir hingað til verið furðanleg þögn — eg man ekki eftir
að hennar hafi verið minst neinstaðar, nema í »Eimreiðinni« — og
er útkoma hennar þó að mínu áliti ein af stóru viðburðunum í
bókmentaheimi vorum á síðustu árum. Má vera að þetta stafi af
því, að bókin hefir veriö svo lengi að koma út (í fjögur ár), en
ekki af hinu, að mentamönnum vorum þyki minna varið í rit af
því tægi, sem L/sing íslands er, heldur en í skáldrit.
Þótt ekki væri litiö nema á stærðina, þá er bók þessi stórvirki,
tvö bindi, samtals nál. 1100 síður (slagar hátt upp í Landfræðis-
söguna, eftir sama höfund), en hún er ekki síður stórvirki að efni
til. Registrið yfir nöfn og hugtök, sem bókin fjallar um, fyllir eitt
80 sfður, og sýnir það bezt, hversu mikill brunnur fróðleiks um
ísland og þekkingar á íslenzkri náttúru bókin muni vera, á /slenzkri
náttúru, segi eg, því að hún nær að eins til náttúru landsins. Lys-
ingin á landsbúum og atvinnuvegum, einstökum landshlutum og
merkisstöðum er ekki komin ennþá, en vonandi er að höfundurinn
megi ljúka verkinu og Bókmentafélagið gefa það út alt, áður en
langt um lfður.
Bókin er í 15 köflum og eru þeir um hnattstöðu landsins og
stærð, sjóinn kiingum það, strendur þess, landslag, fljót og ár,
stöðuvötn, jökla, hraun, eldfjöll og landskjálfta, hvera og brenni-
steinsnámur, jarðfræði landsins, steinarfkið, loftslag, jurtaríkj lands-