Skírnir - 01.08.1912, Side 94
Útlendar fréttir.
Storslys í Atlantsliafi. Enginn viðburður befur nú á síð-
kastið vakið annað eins umtal og slys, er varð á Atlantshafinu
kvöldið 14. april. Stærsta skip heimsins, »Titanic« fórst þar með fjölda
manns. Skipið var eign ensks fólags, »White-Star«-línunnar, og fór
milli Southampton í Englandi og New-York. Hafði »White-Star«-fólagið
þá nýlega hleypt af stokkunum tveimur stórskipum, »01ympic« og
»Titanic«, er voru stærstu skipin, sem alt til þess tíma höfðu bygð
verið, og »Titanic» þó nokkru stærra skip en hitt. Allur útbún-
aður á skipum þessum var og mjög ríkmannlegur og áttu þau
einnig í því að skara fram úr öðrum skipum. »01ympio« var fyr
búin og var stjórn þess fengin reyndum skipstjóra, Smith að nafni,
er mjög lengi hafði verið í þjónustu fólagsins. En er »Titanic» var
albúin, var honum fengið það skip til stjórnar. Það lagði út frá
Southampton í fyrstu för sína kvöldið 10. apríl. Alls voru á skip-
inu 2358 manns, farþegar yfir 1400 og um 900, er töldust til
skipshafnar. Isrek var þá mikið meðfram austurströnd Ame-
ríku, og hafði viðvörun komið um þetta til »Titanic« með loftskeyt-
um frá öðrum skipum. Kvöldið 14. april var »Titanic« um 70
danskar mílur suður af New-Foundlandi, og fór með fullum hraða,
þrátt fyrir aðvaranirnar, en ísjaki gríðarstór varð þar á leið skips-
ins. Fyrsti stýrimaður var á stjórnpalli, er varðmaður sagði til
jakans, og vók hann skipinu við og ætlaði að renna því fram hjá
honum. En niðri í sjó hafði jakabrún snert skipshliðina og risti
svo langa leið aftur eftir henni mikla rifu, er sjór og íshröngl
fóllu þegar inn um. Skipið átti að vera svo út búið, að það gæti
ekki sokkið, og því munu flestir hafa trúað, sem á því voru. Hin
stóru fólksflutningaskip eiga nú á dögum, flest eða öll að vera svo
bygð, að þótt sjór falli inn í sum rúm þeirra vegna áreksturs, þá
hitti hann fyrir inni í skipunum vatnsheld skilrúm, er varni því,
að skipin fyllist. En allur sá útbúnaður reyndist nú ónógur á »Ti-