Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 3
3
til að fara með sjer til kastalans og fylgja föðurbroður
sínum til grafar. í sal þeim, er hásætið stdð í, vann
hann brdðursyni sínum hollustueið í viðurvist hertoga-
ekkjunnar, einsog aðrir höfðingjar í hirðinni; vildi hann
ekkert þiggja af öllum þeim embættum og metorðum, sem
hún bauð honurn og fdr hann þvínæst heim til kastala síns,
en hver maður beiddi honum blessunar, sakir stillingar
hans og göfuglyndis.
f>egar þessum áríðandi málefnum var svo farsællega
í lag komið, bjdst hertogaekkjan til að fullnægja hinni
næstu skyldu sinni, að grennzlast eptir, hverjir vegið
hefðu mann hennar. Skoðaði hún því ásamt kanzlaranum,
Godwin frá Herfthal örina, er hafði orðið hertoganum
að bana. En ekkert sást á skeytinu, sem komið gæti
upp um eigandann, nema ef vera skyldi það, að það
var afbragðs haglega smíðað og skrautbúið. Skaptið var
úr svörtum hnotviði og rennt, og stóðu útúr því sterkar
fjaðrir, hrokknar og ljóinandi fagrar. Að framan var
örin eirlögð, nema bláoddurinn, sem var úr tdmu stáli.
f»dkti líklegt, að örin hefði verið smíðuð handa göfugum
og ríkum manni, sem annaðhvort ætti í hernaði eða hefði
mikið yndi af dýraveiðum. Artal það, er grafið var á
örina, sýndi að hún var nýsmíðuð og sendi því hertoga-
ekkjan eptir ráði kanzlarans örina til allra vopnsmiða
á þýzkalandi til þess að komast fyrir, hver hana hefði
smíðað. Að nokkrum mánuðum liðnum komu þau boð
til kanzlarans -- því honum var falin ransókn þessi á
hendur — frá örfasmið nokkrum í Strasborg, að hann
fyrir þremur árum síðan hefði smíðað sextíu samkyns
örfar handa Jakobi greifa Rauðskegg, og örfamæli, sem
r