Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 30
30
príórnum. Enda rættist þessi hræðilegi grunur áðurenn
hann andaðist og fjekk það honum ógurlegrar örvæntingar.
Svo var mál með vexti, að löngu áðurenn greifinn leit frú
Littegarde girndaraugum, hafði hann verið í þingum við
Rósalíu herbergisþernu hennar. í hvert skipti sem húss-
bændur hennar komu í höll hans, var hann vanur að lokka
þessa lostafullu og saurlífu kvennsnipt inn í herbergi sitt.
í síðasta skipti þegar Littegarde var í höll hans með
bræðrum sínum og hún fann ástarbrjefið, sem fyrr er frá
sagt, varð herbergisþernan óð og uppvæg af afbrýði, því
greifinn hafði í marga mánuði sneytt hjá henni. Nú með
því hún hlaut að fara með Littegarde, skildi hún eptir
brjef til greifans í nafni húsmóður sinnar, og var það
þess efnis: að bræður hennar væru svo reiðir honum útaf
tiltæki hans, að sjer væri ómögulegt þá þegar að eiga
mót við hann, og byði hún honum því að hitta sig í
höll föður síns. Varð greifinn hróðugur af því, að áformi
hans varð svo vel fratngengt og skrifaði undireins brjef
til frú Littegarde, lofaði í því að koma á hinni ákveðnu
nótt, og beiddi liana til þess að koma í veg fyrir allan
misskilning, að senda einhvern áreiðanlegan mann á móti
sjer, sem gæti vísað sjer til herbergja hennar. Herbergis-
þernan, sem var útfarin í allskonar prettum, bjóst við
þessu svari og tókst henni að ná brjefinu; skrifaði hún
honum þá aptur undir nafni frú Littegardes, að hún sjálf
skyldi bíða hans við hliðið á lystigarðinum. Aðfarakvöld
Remigíusar nætur beiddi hún Littegarde að lofa sjer aö
fara á lund systur sinnar, því hún væri orðin sjúk, og er
henni var leyft það, gekk hún út úr höllinni með Ijerepts-
böggul undir hendinni og fór á leið þangað er foreldrar