Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 72
72
til að hvetja hana til hins mikla verks og vöktu óbil-
andi hugprýði í hjarta hennar. Svo hreifst hún ákaft
af þessari hugsun, að hún þóktist sjá engla guðs og helgar
meyar, er eggjuðu hana til að berjast fyrir ættjörð sína.
Vissi hún að foreldrar sínir mundu eigi leggja trúnað
á slíkt og fór því til föðurbróður síns og sagði honuin,
^að hún vildi að sjer væri fylgt til konungs, svo að hún
mætti skýra honum frá sinni guðlegu köllun. Föður-
bróðir hennar fór þá til riddara Baudricourt, liðsfor-
ingja í Vaucouleurs, en hann rak honuin löðrung, er
hann hafði heyrt erindi hans og kvað honum vera nær
að lækna vitleysu hennar. Fór hún síðan sjálf til hans,
en var ekki betur fagnað. Samt fór hún ekki heim,
heldur settist um kyrrt þar í borginni, baðst fyrir
án afláts og fastaði og stóð fast á sannfæringu sinni.
svo aðrir fóru að trúa orðum hennar og ljet Baudri-
court loksins til leiðast að senda hana til konungs.
Borgarmenn gáfu henni hest og herklæði, og fór hún á
stað í karlmanns fötum með tveiinur riddurum. þó
leiðin lægi innanum borgir fjandinannanna og herflokka
þeirra og yfir æðandi vatnsföll, náði hún samt farsæll-
ega til hirðarinnar í Chinon á 11 dögum (1429).
]>egar henni loksins var leyft að ganga fyrir konung.
kvaðst hún vera send af guði og skyldi hann fá sjer
hermenn til að reka umsáturs herinn frá Orleans, og ætti
hún að fylgja konunginum til krýningar í Rheims; væri það
guðs vilji, að Englendingar aptur snjeru heim. ]>að er
sagt að hún hafi þekkt konung innan um fjölda hirð-
manna hans, þó hann hefði gert allt til að dyljast
henni, það er og mælt að hún hafi sagt honum laun-