Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 113
113
þreif yfrum hann til að halda honum í söðlinum þang-
aðtil þeir kæmust jútúr orrustunni. Nú geystist aUur
riddara skari keisarans að þeim. Kom þá kúla í makkann
á hesti konungs, svo að hann prjónaði og gerðist órór.
I sama bili var hleypt af smábissu í höfuð hertogans
og það svo nálægt, að þó hertoginn gæti slegið morð-
tólið til hliðar, sviðnaði þó bæði hár hans og andlit af
púðurblossanum. í þys þessum og þrengslum sleppti
hann konunginum og ílýði. Gústaf hnje undireins ofanaf
hestinura, sem var óhemjandi, dróst nokkra faðma í
ístöðunum, en losnaði síðan og lá kvr. Flestir sem
voru honum næstir, voru höggnir niður eða hraktir víðs-
vegar í hinni róstusörau orrustu; unglingurinn Leubel-
fingen var einn eptir og var hann þó særður. Stökk
hann undireins af baki og bauð konungi hest sinn.
Rjetti þá Gústaf Adolf upp hönd sína og leitaðist
unglingurinn við að reisa hann á fætur. en orkaði því
ekki. Leubelfingen var of kraptalítill og konungurinn
var svo máttíarinn af sárum, að hann gat eigi af sinni
hálfu styrkt viðleitni hans. þetta sáu nokkrir riddarar
af liði keisarans, þeystu þangað og spurðu, hver hinn
særði maður væri. |>eir þögðu báðir, konungurinn og
Leubelfingen. Einn riddarinn lagði bálreiður sverðinu
ígcgnum Leubelfingen, annar skaut konunginn gegnum
höfuðið, og eptir það skutu þjer fjelagar ennþá nokkrum
sinnum á þá, flettu þá klæðum og skildu líkami þeirra
nakta eptir á vfgvellinum. Leubelfingen lifði nokkra
daga eptir þetta, og af hans sögusögn höl'uni vjer þessi
tíðindi af dauða hins mikla Gústafs Adolfs. Truches,
Nf Sumargjöf 1859. 8