Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 6
6
til rjettlætis hertogaekkjunnar og stóð fast á því, að ganga
íyrir landsdóm. sieit hann sig af þeim, og kallaði útum
glugga, að menn skyldu sækja hesta hans, því hann
ætlaði að ríða með sendimanni hertogaekkjunnur rak-
lelðis til fangelsis þess, er riddarar voru vanir að
sitja í. En samriddarar hans bægðu honum þá með valdi
og gerðu honum þann kost, er hann hlaut að ganga að.
feir sömdu brjef í nafni þeirra allra til hertogaekkjun-
nar, kröfðust fullkomins griðalofords greifanum til handa.
einsog hver riddari átti heimtingu á, þegar svo stóð á;
buðu þeir henni að veðsetja tuttugu þúsund merkur silfurs
til ábyrgðar, að hann gengi fyrir dóm og tæki því, er
dæmt yrði á hendur honum.
þetta brjef korn hertogaekkjunni óvart og skildi
hún ekki í því, og með því svívirðilegustu lausafregnir
gengu manna á milli um tildrög ákærunnar, leizt henni
ráðlegast að ganga úr inálinu og gefa það gjörsamlega
í vald keisarans. Sendi hún honum öll skjöl, er snertu
atburð þenna og beiddi hann einsog yfirmann ríkisins,
að láta sig komast hjá ransókn þessa máls, er hún sjálf
var við riðin. j>á vildi einmitt svo til, að keisarinn var
staddur í Basel, því hann var að semja við Svisslend-
inga, og varð hann við tilmælum hennar. Hann setti
dóm í Basel og voru í honum þrír greifar, tólf riddarar
og tveir lögfróðir menn; veitti hann Jakobi greil'a Rauð-
skegg griðaloforð eptir beiðni vina hans, móti veðset-
ningu tuttugu þúsund inarka silfurs, og skoraði á hann
að ganga fyrir dóin þenna og gera skíra grein fyrir
hinum tveimur atriðum, hvernig örin, sem hann játaði
að hann ætti, hefði komizt í hendur inorðingjans? og á