Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 63
63
ítalskur maður Benzoni að nafni, er ferðaðist uni
Vesturheimseyar á árunum 1542—1556, lýsir greini-
lega neyzlu tóbaksins. Nokkru síðar ("1559) var farið
að rækta tóbaksjurtina í Portugal einsog heilsubótar
jurt, og hinn frakkneski sendiboði í Portugal Nicot,
sem jurtin hefur fengið af hið vísindalega nafn sitt:
herba nicotiana, sendi tóbaksfræ til Katrínar drottningar
af Medici, og var jurtin því á Frakklandi kölluð drottn-
ingar jurt. Enskir nýlendumenn, er snjeru heim aptur
frá nýlendu Walter Raleighs í Virginíu fluttu tóbak
með sjer til Englands 1586, og scgir Harriot fylgdar-
maður Raleighs, að Englendingar hafi lært af Indiönum
að reykja tóbak. Nú útbreiddist siður þessi fljótt um
England og sköminu seinna um Holland, Spán, Frakk-
land og Portúgal. J>að er sagt, að ungir Englendingar.
sem fóru til Hoilands til að iðka bóknám, hafi flutt
þangað sið þenna. Tóbaksreyking breiddist og fljótt
til Tyrklands, Persalands, Indlands, Java og jafnvel til
Kínlands og Japans. Ar 1601, valla 50 árum eptii
að jurtin var flutt til Portúgals, voru tóbaksreykingar
þekktar á Java og Kínalandi og á Japan ætla menn.
að neyzla tóbaksins eigi til eldri uppruna að telja.
Halda því suinir að tóbakið hafi verið þekkt í Asíu
áður enn Ameríka fannst, einkuin í Austur-Asíu, og
segja þeir, að sú tegund, sem ræktuð er á Kínlandi
sje ólík þeim tegundum, sein í Ameríku finnast, og að
sú tegund, sem ræktuð er á Persalandi (hið nafntogaða
Shiraztóbak) sje upphafleg og innlend jurt í Asíu.
En þó er líklegt að tóbakið sje aðflutt til Asíu, af því
að það hvergi hefur einkennilegt nafn, heldur er hvervetna