Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 19
19
stendur vígbúinn í fullu trausti til sakleysis yöar.
En þetta voru ráð mín og dætra rninna, sem við hugs-
uðum okkur í mestu angistinni til þess að koma góðu
til leiðar, en afstýra allri óhamingju.“ j>á kyssti Litte-
garde á hönd hinnar gömlu konu og stóðu tárin f augum
hennar. „Sje svo,“ mælti hún, „þá látið hann efna heit
sitt. Samvizka mín er óflekkuð, og þó hann gengi
hjálnrlaus og brynjulaus til vígs, þá mundi guð og hans
heilögu englar vernda hann.“ Svo mælti hún og leiddi
síðan frú Helenu og dætur hennar til stóla, er stóðu
á pallinum bakvið við hið rauða sæti, er hún sjálf
settist á.
Bljes þá kallarinn til atlögu eptir bendingu kei-
sarans og nú hlupust á báðir riddararnir með sverð og
skjöld f hendi. Friðrek kom sári á greifann undir^ns
í fyrsta höggi; hann hafði stutt sverð og gekk oddurinn
inn þarsem brynjuliðirnir náðu saman um úlfliðinn.
þegar greifinn kenndi sársaukans hopaði hann á hæl
og leit á sárið, en er hann sá, að það aðeins var skinn-
sprettur, þó ákaft blæddi, gekk hann skjótt fram að
nýu, því riddarar þeir, er stóðu á hallarmúrunum ræddu
um, að honutn færi lítilmannlega. Rjeðist hann þá til
framgöngu að nýu, sem hann væri alheill. Nú börðust
þeir ákaft, einsog þegar tveimur byljum lystur saman,
eða einsog þegar tvö þrumuský, sem skjótast leiptrum
á, þyrlast hvert í kringum annað með tíðum skruggum.
Hjelt Friðrek fyrir sig skildi og sverði og stóð svo fast
á jörðinni einsog hann hefði fest rætur í henni. Hann
sökk upp að sporunum, uppf ökla og loksins í miöja
kálfa, því jarðvegurinn var blautur, vegna þess að stein-
2*