Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 9
9
klaustri nokkru, er lá á bakka Rínfljótsins skammt frá
kastala föður hennar.
Um samá ieyti og verið var að semja um þetta
við erkibiskupinn í Strasborg, gerðu dómendur þeir, er
keisarinn hafði sett, Vinfreð dróttsetta kunnugt, hversu
dóttir hans viir svívirt, heimtuðu þeir að hann ljeti flytja
hana til Basel, til þess að hún ræki þar af sjer áburð
Jakobs greifa. I brjefi því, er þeir sendu honum, skýrðu
þeir ítarlega frá því, á hverri stund og hverjum stað
hann hefði átt launfund við frú Littegarde, ennfremur
sendu þeir honum fingurgull. er maður hennar hefði átt,
og .Jakob greifi þæktist hafa þegið af henni að skilnaði
til endurminningar um nóttina.
|>egar brjef þetta kom, var Vinfreð sárþjáður af
ellisjúkleik; leiddi Littegarde hann við hönd sjer um
gólfið og skalf hann í hverju spori, áhyggjufullur og
órór, einsog horfandi fram á veg allrar veraldar. I
því hann las þessi hin hræðilegu tíðindi. rauk hann á
augabragði um koll af brottfallssýki, hraut blaðið úr
hendi hans og lá hann á gólfinu með helstirða liiuu.
Synir hans voru nærstaddir og hlupu undireins til, reistu
hann við og kölluðu á lækni, sem var þar í húsinu honum
til aðhjúkrunar. Öll viðleitni að lífga hann kom fyrir
ekki og gaf hann upp öndina. en frú Littegarde lá með-
vitundarlaus á ineðan í faðmi þjónustumeya sinna, svo
þegar hún raknaði við, var henni synjað þeirrar hugg-
unar að rjettlæta sig fyrir föður sínum, áðurenn hann
dæi. Voru bræðurnir næsta óttaslegnir af þessum hrygg-
ilega atburði og bálreiðir útaf svívirðingu þeirri. er systir
þeirra var fyrir orðin, því þeirn virtist helzt til líklegl