Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 32
32
inn. Nokkru eptir þetta varð þernan grunuð um þjófnað.
rekin úr vistinni og send aptur til foreldra sinna. er
bjuggu við Rínarfljót. Níu mánuðum síðar varð hún
ljettari og er móðir hennar gekk á hana. kenndi hún
Jakobi greifa Rauðskegg barnið og sagði upp alla
söguna, hvernig hún hefði dregið hann á tálar. Hafði
hún ennþá hring þann, er greifinn hafði sent henni.
svo að ómögulegt var að rengja sögu hennar. Foreld-
rarnir. sem höfðu svo áþreifanleg rök í höndum, stefndu
nú Jakobi greifa fyrir dóm og kröfðust þess. að hann
skyldi standa straum af barninu. Ráðið, sem hafði heyrt
getið um hið merkilega mál, er dæmt hafði verið í Basel.
sá undireins, að uppgötvun þessi var næsta áríðandi.
Og með því svo hittist á, að einn af ráðherrunum átti
þá að fara til Basel í opinberum erinðagjörðum, sendi
ráðið með honum brjef um játningu stúlkunnar og ijet
hringinn fylgja.
Keisarinn þorði nú ekki lengur að fresta fram-
kvæmd dómsins, en einmitt sama daginn sem lífláta
átti Fridrek og Littegarde, kom ráðherrann inn í her-
bergið til greifans, þarsem hann bröllti örvæntingarfuliur
í rúmi sinn. j>egar hann hafði tekið við hringnum og
lesið brjefið mælti hann: „f>að nægir — mjer leiðist
að líta Ijós sólarinnar.“ J>vínæst vjek hann sjer að pri-
órnuin og segir: „Útvegið mjer börur og látið bera mig
til aftökustaðarins, því allur máttur minn er horfinn.
Kg vil ekki deya svo, að eg ekki áður geri rjettlátt
verk.“ Priórinn komst við af þessu og ljet fjóra þjóna
lypta honum upp í burðarstól. og meðan klukkurnar
hljómuðu og ótölulegur manngrúi þusti saman að bálinu