Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 57
57
þegar við þau er komið á daginn. Einusinni var það
reynt að hafa jurt þessa í kjallara, sem var dyinmur
á daginn, en upplýstur með björtum lampa um nætur;
opnuðust þá blöðin á nóttinni en lukust saman á daginn.
|>að er því auðsætt, að ljósið veldur þessu, en með
hverju móti, vitum vjer ekki með vissu. En næst mun
það verða sanni, sem vjer fyrr sögðum; ljósið örfar og
vekur jurtina og kemur lífi hennar á hreifingu; þegar
þessi áhrif ljóssins hætta, verður blaðið eins á sig
komið, og meðan það var í knappi, því í blaða-
knappinum leggjast saman báðir helmingar hvers ein-
staks blaðs. Ef ljósið án afláts skín á jurt þessa,
verður svefn hennar óreglulegur og er þá einsog hrollur
koini yfir hana.
Hvenær blómin opnast eða lykjast aptur, fer eptir
svefni þeirra. Flest blóm eru ópin um daga og lokuð
um nætur; þó eru sum, einsog ýmsar kaktus-tegundir,
opin um nætur, en lukt um daga.
Blómið er ekki annað enn safn smágerðra, marg-
litra blaða og hlýða þau sama lögmáli og blöðin.
Blöð blóinanna (krónublöðin) opnast því á daginn, en
lykjast saman á nóttinni. í þessu lýsa sjer hin örfandi
áhrif ljóssins, því þegar það hverfur, stöðvast lífshreif-
ingin. Náttblómin einungis eru undanskilin, því þeim
er þannig varið. að þau þola ekki hið skæra ljós. En
dagblómin opnast og lykjast ekki öll á saina tíma;
ilest opnast þau með morgunsárinn, en sum ekki fyrr
enn uin hádegi, og hafa þá sum þegar lokizt aptur.
þau, sem seinna ljúkast upp, þurfa að líkindum sterkari
viðkoinu ljóssins til þess að lífshreifing þeirra vakni,