Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 124
J24
Fáir raenn hafa verið gæddir jafn ágætum sálar-
gáfum og Gústaf Adolf. Hann var bæði fljótskygn
og djúpskygn og skildi því undireins öll raál, hvort
heldur einstök eða almenn, og þegar á æskuárum sínum
sá hann opt lengra enn stjórnvitringar, sem bæði voru
gamlir og reyndir. Hann gat og óviðbúinn útlistað
hugsanir sínar skírt og áheyrilcga, en málrómur hans
var sætur og látbragðið þekkilegt, svo að hann var enn
meiri mælskumaður enn hinn mikli afi hans. |>ví var
sagt um hann: „Hann hefur sigrað eins marga ineð
tungunni einsog sverðinu.“ Hann hafði stálminni og
veitti honum eins hægt á íullorðins árunuin að muna
innbúa nöfn og hag ríkisins, og honum á æskuárunum
hafði veitt að muna allskonar vísindagreinir og tungu-
inál. Hann þekkti auk allra yfirforingjanna í her sínum
einnig undirforingjana og mikinn fjölda hinna hraustari
liðsmanna.
í hjarta hans bjó sönn og lifandi guðhræðsla, er
lýsti sjer bæði í orði og verki. Sjaldan ljet hann sig
vanta við kvöld og morgunbænir, en aldrei við guðs-
þjónustu. Blótsyrði, ljettúðugt og óvirðulegt tal um
guðleg efni var honum óþolandi. Optsinnis hittu menn
hann lesandi í ritningunni. „Eg leitast við,“ mælti
hann, „að styrkja mig með guðs orði á móti illum
freistinguin. Maður í minni stöðu hefur enguin ábyrgð
að standa nema guði, en slíkt sjálfræði leiðir í marga
freistni, og getum vjer aldrei verið full varir um oss.“
Hann samdi margar stríðsbænir og honum er eignaður
sálmurinn: „J>ú litla hersveit æðrast ei!“ Sagnaritari
einn, er var honum samtíða, segir: „Gústaf konungur