Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 17
17
og bekkir handa áhorfendum. f>egar kallari sá, er stóð
fyrir framan altari sigurdómaranna, hafði þrisvar kallað.
gengu hólmgöngumennirnir Jakob greifi og Fridrek inn
fyrir hólmgrindur og voru þeir frá hvirfli til ilja búnir í
skínandi eirmálm. |>vínær allir riddarar frá Schwabcn
og Svysslandi voru á borgarveggjunuin og útí gluggum
hallarinnar. A loptsvölum hallarinnar sat sjálfur keisar-
inn með drottningu sinni og börnum, og allt hirðliðið
umhverfis. Meðan dómararnir deildu hólmgöngumönnum
birtu og skugga, gengu þær Helena og dætur hennar,
Berta og Kunigunda inn að hliði hallar plássins og beiddu
varðmennina, sem þar stóðu, að leyfa sjer inngöngu,
því þær þyrftu að tala nokkuð við Littegarde, en hún
sat uppá palli fyrir innan hólmgrindurnar, einsog .siður
var til. f>ó nú öll hegðun hennar væri svo, að hver
maður mætti hafa lotningu fyrir henni og öruggt trúa
orðum hennar, þá urðu þær mæðgur samt hræddar í hvert
skipti sem þær hugsuðu til fingurgullsins, er Jakob greifi
hafði til sýnis, og enn ískyggilegra virtist þeim það
atvik. að Littegarde á nótt hins helga Remigíusar hafði
gefið herbergisþernu sinni orlof, en hún ein hefði getað
borið henni vitni. Á þessari ógurlegu og þýðingarmiklu
stund ætluðu þær því einusinni enn að freista, hversu
rósöm samvizka hennar væri, og leiða henni fyrir sjónir,
hversu gagnslaust og guðlaust það væri, ef hún væri sjer
nokkurs afbrots meðvitandi, að ætla að fyrra sig því
með hinum helga dómi sverðsins, sem fortakslaust mundi
leiða sannleikann í ljós. Enda var og fullkomin ástæða
til, að frú Littegarde íhugaði vandlega. hvað Friðrek nú
Nf Sumargjöf 1859. 2