Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 29
29
svo spiltir að sárið eigi mátti gróa, og hafði hann þó
legið lengi. Enginn af öllum læknum þeim, er tilkvaddir
voru, gat grætt hann, því eitthvert eyðandi eitur, er engir
læknar á þeim tíma þekktu, át sig allt að beinunum í hendi
hans, svo fyrst urðu læknar að taka af höndina, og síðan
handlegginn, þegar átumeinið engu að síður fór vaxandi.
En það varð aðeins til að gera illt verra, og mundi læknum
nú á tímum hafa veitt hægt að sjá það. þegar læknar sáu,
að blástur og drep var komið í allan líkamann, sögðu þeir
að honum væri ekki líft og að hann mundi deya áðurenn
vikan væri á enda. Priórnum í Agústína klaustriþókti sem
guðs rjettlæti lýsti sjer í þessu og skoraði á hann að segja
sannleikann um deilu þá, er hann átti í við ekkju hertogans.
Greifinn, sem var yfirkominn af skelfingu, sór við guðs
líkama og blóð, að hann hefði sagt satt; sagði hann angi-
starfullur, að þá skyldi sál hans kveljast í eylífri fyrirdæm-
ingu, ef hann hefði nokkru logið á frú Littegarde. J>ó nú
greifinn hefði verið ósiðvandur maður, þá voru þó tvenn
rök til að trúa orðum hans, fyrst það, að hann í sjúkdómi
sínuin sýndi mörg guðhræðslu merki, svo ólíklegt var, að
hann mundi vinna rangan eið einsog nú var komið fyrir
honum, og annað það, að próf hafði verið haldið yfir
vökumanni hallarturnsins í Breda, sem greifinn kvaðst
hafa inútað til þess, að hann hleypti sjer á laun inní turn-
inn; þetta ineðgekk vökuinaður og varð þannig sannað,
að greifinn hefði verið í Bredahöll á nótt hins helga
Reinigíusar. Nú sá priórinn ekki annað líklegra, enn að
einhver þriðji maður, sem greifinn ekki hefði þekkt, hefði
dregið hann á tálar, og þegar greifinn frjetti hinn undur-
samlega bata Fridreks Trótu, datt honum sama í hug og