Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 81
81
Móhammed annar var oröinn Tyrkja soldán og
haföi hann þá einn um tvítngt. Hann var hinn hraust-
asti hermaður, ákaflega gjam til ríkis og frægöar,
undirhyggjumaður, grimmur og ójafnaöarsamur; byrjaði
hann stjórn sína á því að drepa bróöur sinn. Hann
hafði fastráðiö, að gera Miklagarð að höfuðborg hins
tyrkneska ríkis. Konstantín Palæologus var keisariíMikla-
garði og hafði hann aptur á móti einsett sjer að falla
heldur með drengskap enn að slíku skyldi verða fram-
gengt. {>egar Móhammed tók að leita á hann með
ójöfnudi, Ijet hann bera honum þessi orð sín: „Fvrst
hvorki eiðar, samningar nje tilhliðrunarsemi geta staðfest
friðinn, þá haldið hinum guðlausa hernaði áfram. Eg
treysti guði einum; þóknist honum að þýða hjarta yðar.
skal mjer þykja vænt um það; gefi hann borgina í
yðar vald, þá tek eg hans heilaga vilja án möglunar.
En allt þangað til dómari heimsins dæmir okkar í milli,
er það skylda mín að verja þjóð mína í lífi og dauða.“
Byggði Móhammed þá kastala nálægt Miklagarði bæði
til að banna innsiglinguna til svarta hafs og líka til
þess að herliði hans yrði hægra að komast yfrum sundið
til Evrópu. Um haustið 1452 tók Móhammed að
búast til umsáturs. Fylgdi hann starfi því fram um
veturinn með einstöku kappi og dugnaði, og var þó
næsta áhyggjufullur og órór útaf fyrirætlun sinni.
Konstantín leitaði sjer liðs hjá vesturþjóðum Norðurálf-
unnar, en þær daufheyrðust við liðsbón hans, enda var
þess eigi kostur, því þar var um það leyti hver höndin
móti annari. Eigi varð Konstantín heldur fulltingis
auðið af Nikulási páfa, þvf Grikkir spilltu sfou máli
Nf Suœargjöf 1859. 6