Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 84
84
síður enn fallbissum og hinum gríska eldi ekki síður
enn púðrinu. Geysi stórum timburkastala var ekið að
á hjólum og var hann þakinn þreföldum nautahúðum;
skutu Tyrkir án afláts gegnuin vígskörðin og voru þeir
óhultir fyrir innan; framan á kastalanum voru þrjár
dyr til þess að hermenn gætu ýmist skotist út eða inn,
eptir því sem á stóð. Tókst Tyrkjum loksins með
vígvjeium sínuin að vinna kastala hins helga Rómanusar.
en samt urðu þeir eptir harðan bardaga hraktir úr
skarði þvf, er þeir höfðu höggið í virkin, enda datt
þá náttmyrkrið á og ætluðu þeir sjer að taka til óspilltra
inálanna næsta morgun. En keisarinn og Jústinfaní
gengu svo vel fram um nóttina og hertu svo að mönnum
sfnum, að þegar birti af degi sá soldán forviða og
harmsfullur, að tiinburkastali hans var brenndur til
kaldra kola, gröfin tæmd, og tum hins helga Róman-
usar heill og rammbyggilegur einsog áður. Kvaðst hann
ekki mundu hafa trúað því, þó þrjátíu þúsund spámenn
hefðu sagt sjer, að heiðingjarnir (hinir kristnu) hefðu
getað lokið við svo stórkostlegt mannvirki á jafn-
stuttum tíma.
Snemma f aprílmánuði komu firnm genúesisk skip
til hjálpar borginni og sigldu þau í gegnum Helles-
pontus og Propontis (Marmara haf), en borgin var þá
innilokuð bæði land og sjóarmegin; lá floti Tyrkja
frammí Bospórus milli stranda Asíu og Európu, og var
fylking þeirra með hálfmána lagi. Má nærri geta, að
það hefur verið stórkostleg sjón, er fimm skip hinna
kristnu renndu með fullum seglum, knáleguin róðri, og
fagnaðarópi skipverja á þrjúhundruð skip fjandmann-