Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 78
78
meö stilliugn, greind og skarpleika úr hinurn kænlegu
spurningum, sem án afláts voru bornar upp fyrir hana
og þókti mönnum þaö frábært af svo ungri og ómennt-
aðri stúlku. J>egar hún var spurð, hvernig engillinn
Mikkjáll liti út, svaraði hún: „Einsog hraustur og ráð-
vanður maður.“ og annari spurningu um það, hvort
þeir, sem vitruðust henni væru naktir, svaraði hún
þannig: „Haldið þið að guð geti ekki klætt þá?“ Stóð
hún fast á því, að hún einungis hefði breytt eptir
vitrunum. og þóktust dómendur loksins geta ályktað,
að þær væru ekki frá guði. heldur djöflinum og væru
ekki annað enn galdrar og fjölkynngi. Einkum þókti
það guðlast, að kona segði guð hafa skipað sjer að
ganga í karlmannsfötum. Háskólinn í Parísarborg var
þessu samdóma. Jóhanna skaut þá máli sfnu til páfans
og kyrkju fundarins í Basel, en það var ekki tekið
gildt og voru henni gerðir tveir kostir, annaðhvort að
brennast á báli, eða sverja, að allar vitranir hennar
væru ósannindi ein; kaus hún þá heldur að skrifa undir
eiðskjal þessa efnis, en hún var svikin á því, að henni
var lesið annað upp enn skrifað var, því hún var ekki
læs. Var hún nú allt fyrir þetta dæmd til æfilangs
fangelsis og varð að leggja niður karlmannsföt. Allt
þetta var einber vfirdrepskapur því óvinir hennar höfðu
staðráðið líflát hennar. Hún var flutt aptur í fangelsi
það. er hún áður hal'ði verið f, og ósiðaðir hermenn
settir til að gæta hennar. Eina nótt voru kvennklæði
hennar tekin og karlmannsföt látin f staðinn. Jóhanna
sá undireins, til hvers það var gert og lá því kyrr í
rúmi sínu, en hlaut þó vegna lfkamlegra þarfinda að